æ mig langaði bara að heyra skoðanir!
Ég á vinkonu sem mér finnst fara virkilega illa með mig , hún grípur frammí fyrir mér , hlustar ekki á það sem ég hef að segja og svo montar hún sig svo mikið að það er óbærilegt : ég hef búið þarna já þú hefur aldrei búið í öðru landi , ég fékk 10 í líffræði æ já þú fékkst 9 ætlarðu ekki að óska mér til hamingju (sem ég geri oftast) ógeðslega ertu leiðinleg , ferð þú einhvert í sumar (í sveitina)ég meina útlanda nei já ég fer til sviss og verð þar í allt sumar á ég að senda þér póstkort , (ég fór til ítalíu í síðasta sumar)merkilegt hvað varstu lengi (viku)ég hef farið þangað var í mánuð og við gerðum allt sem hægt var að gera…
Blablabla ég þoli hana ekki , hún hefur dregið sjálfstraustið mitt svo niður að ég veit ekki hvað ég á að gera. Tveir atvinnumenn/konur hafa sagt mér að láta hana eiga sig því hún er ekki að gera mér neitt gott bara slæmt hún fær mig til að halda að enginn gæti nokkurn tíman elskað mig a.m.k. ekki eins og hana.
En ég get ekki hætt að eltast við að vera með henni , hún er leiðinleg við mig þá kem ég samt alltaf aftur til hennar en hún hafnar mér þá bara aftur, hún hætti bara að vera með mér og byrjaði að hanga með öðrum stelpum önnur þeirra var ágætis vinkona mín en henni líkar bara ekki við mig lengur , ég held að hún (mín fyrrverandi besta vinkona)sé alltaf að tala illa um mig kannski er ég bara “nojuð”.Svo sagði hún að vinirnir sem ég væri með núna væru leiðinlegir(ég er reið).
En mig langar að vita hvað ég ætti að gera!
P.S. ég get því miður ekki hætt að eltast við hana ég hef einhverja þörf fyrir að vera með henni (í þeirri von um að hún verði aftur eins og hún var sumarið 2000)
plís svarið mér!