Ég vildi endilega fá að deila með ykkur nokkru sem ég er að upplifa.
Þannig er mál með vexti að ég er þrítugur öryrki, hef barist við bilað stoðkerfi í býsna mörg ár og verki samhliða því, í baki, mjöðmum ofl. undanfarin c.a.9 ár hef ég verið með verki í hnjám og ökklum sem lýsa sér eins og gigtverkir (er samt ekki með gigt)
og eru slæmir ef að kalt er í veðri og verstir ef miklar umhleypingar eru (heitt og kalt til skiptis). Ein af afleyðingum þessa stoðkerfisvanda er að ég hef barist við aukakílóin í um 17 ár núna´. Þjáist (eins og voðalega margir íslendingar)af síþreytu
(leti !) verð voðalega þreytt og slöpp milli 16 og 19 á daginn og bara orkulaus. Vitið þið….ég fann prógram, var haldin talsvert miklum efasemdum en ákvað…what the heck…hef svo sem engu að tapa, fór að nota þetta og viti menn…orkan rauk upp, finn ekki lengur fyrir þessari þreytu, kílóin á undanhaldi og það sem skiptir mig mestu máli….hef ekki fundið neitt í hnjánum og ökklunum og hefur ‘vorið’ verið eins og þeir þarna á efri hæðinni hafi verið að fá nýjar græjur sem enginn kann á !!!
Mér líður ótrúlega vel, og líður eins og asna að hafa ekki viljað prófa þetta fyrr…hvað á ég með að vera með fordóma gagnvart einhverju sem ég hef ekki prófað.
Kannast ekki flestir við eitthvað svipað?
Sumarkveðjur (það skal koma)
lucifer1 :)