Ég fór um daginn til konu að nafni Þorbjörg, því að ég hafði verið með matareitrun,
gubbupest, niðurgang og allt annað í þeim bransa. Þá fór ég til hennar semsagt og hún
gerði hluti sem mig hafði ekki órað í, læknirinn minn hafði bara sagt matareitrun og
langað í saursýni, en þá lagaðist allt og hann gerði ekkert meira, en hún Þorbjörg hún
sagði strax: „þú ert með eiðilagða flóru, taktu þessi lyf (og lyfin eru ekki svona
pensilín o.fl. heldur t.d. hydrogen peroxíð, calcium ?(eitthvað), L-Glutamine o.fl. sem
fæst í apótekum), mældi á 30-60 mín. fyrir hvaða mat ég hefði óþol fyrir og sagði mér
að borða það ekki og lét mig fá enn meiri lista yfir “óhefðbundin” lyf. Ég þurfti að
sleppa þessum mat í 30-40 daga (og sleppi honum enn því að ég fór til hennar þann 2/
5 og þannig komst ég t.d. að því að vel er hægt að lifa hveiti, sykurs, mjólkur, osta,
heilhveiti & ediks-laust og er það jafnvel betra en venjulega. Maður bara sleppir þessu
og líður helmingi betur. Hægt er að panta tíma hjá henni í Yggrasil á Frakkastígnum
(ofar en sjoppan drekinn). Bara fara þangað og láta skrá sig í tíma hjá henni, en það
gæti tekið allt upp í 1 ár að fá tíma því hún á heima í danmörku og kemur ekki á
hverjum einasta dag til landsins. Í Yggdrasil fær maður að vita hvar hún er þegar
maður pantar tíma. Ekki er hægt að panta tíma í stofunni þar sem hún vinnur, og er
hún alls ekki eins og læknar heldur finnur hún lausnina & vandamálið án
röngenmyndatöku og annars slíks (þó læknar hún ekki beinbrot og þannig þar sem
hún er næringarfræðingur, he he)
kv. Amon (og farið endilega til hennar)