Jæja! Ég er búin að fara til sálfræðingsins!

Þetta var frekar erfitt en ég prentaði út greinina sem ég sendi á reynslusögur og sýndi honum það þegar hann spurði hvers vegna ég væri þarna (hjá honum).
Svo vorum við bara eitthvað að tala um þetta ég sagði nánast ekki neitt því ég þorði því ekki kinkaði oft kolli og babblaði eitthverju útúr mér. Ég var alltaf með hausinn hangandi niður og hárið fyrir andlitinu, soldið feimin. Hann sagði bara að ég ætti ekkert að vera ða tala um þetta við vini mína því að þeir vita auðvita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við og ég finn engann létti þegar ég segi vinum mínum frá þessu.
Hann bauðst til að hringja til Stígamóts á meðan ég var þarna vá hvað ég fann hjartað slá hraðar þegar hann sagði þetta og ég sagði nei takk (vissi ekkert hvað ég átti að segja en langaði ekki að hann myndi hringja) og svo bauðst hann til að vera hjá mér þegar ég myndi segja mömmu! NEI glætan! ég reyndi að afsaka það þannig að mömmu myndi finnast asanlegt ef ég segi sálfræðing þetta á undan henni.. hehe já og svo sagðist hann ætla að tala um þetta við konu sem hann þekkir sem kann e-ð í svona málum og hann sendi mér e-mail og sagðist ekki ætla að láta barnanefndarvernd vita *hjúkk* og ða ég ætti bara ða segja mömmu þetta og tala við stígamót.
Ég gerði það sem ég gerði og ætla ekki að gera það aftur. Ég er sá sem ég er og afber ekki lengur að skammast mín fyrir það.