Sá sem var fyrstur til að greina og nefna þennan sjúkdóm var breski geðlæknirinn Gerald Russel árið 1979. Þessi sjúkdómur hefur auðvitað alltaf verið til, en hann er það nýtilkominn sem viðurkenndur sjúkdómur að það er enn verið að þróa meðferðir.
Lotugræðgi, einnig kölluð Búlimía (Bulimia nervosa), er eins og nafnið gefur ef til vill til kynna átröskunarsjúkdómur sem einkennist af ofáti í lotum, yfirleitt á mjög feitum mat sem annars væri sleppt, sem er síðan þvingaður upp aftur, með uppköstum eða laxerandi lyfjum. Þessi sjúkdómur er andlegur og er mikilvægt að sjúklingurinn fái meðferð eins fljótt og auðið er.Sjúklingarnir eru oftast snillingar í að fara leynt með þennan sjúkdóm sinn; þyngdin helst yfirleitt í meðallagi eða jafnvel yfir kjörþyngd, uppköstin og átloturnar fara leynt. Vísbending um að eitthvað sé í gangi hjá vini eða ættingja eru reglulegar ferðir á klósettið eftir matartíma, mikið af mat fer á stuttum tíma, margar heimsóknir til tannlæknis og skapgerðarbreytingar.
Sá eða sú sem þjáist af þessum sjúkdóm telur sjálfan sig yfirleitt of feita/n og er það þvingar matinn því upp aftur eftir gífurlegu átköstin, sem í mörgum tilfellum slær á andlegan sársauka hjá sjúklingnum. Því miður er hægt að veikjast enn meira ef maður þjáist af lotugræðgi, en innvortis blæðingar, sykursýki, magasár, nýrnaskemmdir, hjartsláttatruflanir, raskanir á tíðahring og lágur blóðþrýstingur er meðal algengustu fylgikvilla. Einnig eyðast tennur og munnur fyllist af sárum. Húð og hár verða líflaus því allir næringu er kastað upp aftur. Margir sjúklinganna eru einnig með þráhyggjur af ýmsum toga og stunda til dæmis líkamsrækt af of miklum krafi til að hafa stjórn á þyngd sinni. Líkamleg einkenni, sem aðrir geta komið auga á, eru bólgnir kirtlar í andliti og hálsi, eyddar tennur, æðaslit í andliti, ef mikið er kvartað undan brjóstsviða eða sárindum í hálsi, hárlos, andremma, gulleit húð, þreyta og kraftleysi. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi eru mun líklegri en aðrir til að upplifa þunglyndi, stress, paranoju og því um líkt, enda maturinn oft huggun fyrir annars þreytta og þjáða sál.
Þeir sem þjást af lotugræðgi eiga ýmislegt sameiginlegt með þunglyndissjúklingum. Ójafnvægi í hormónum sem draga úr virkni ónæmiskerfisins og of lítið af hormóninu serótónín (sem er einfaldlega gleðigjafinn í líkamanum) og skortur á því getur leitt til gífurlegrar fíknar í kolvetni.
Meðferð er reglubundnar heimsóknir til geðlænis, inntaka vítamína og sinks, hollur matur (það er að segja forðast sykur og kolvetni), mikill vökvi og trefjarík fæða. Geðlæknir eða sálfræðingur og læknir setja saman meðferðarplan sem virkar fyrir hvern og einn, því manneskjur eru jú mismunandi. Mestu skiptir að gefast ekki upp, maður sýnir oft meiri bata en maður heldur.