Hvað eru sterar?
Oftast þegar talað er um stera er átt við anabólíska eða vefaukandi stera. Það er sú gerð stera sem notuð er til vöðvauppbyggingar.

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir
fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. (Vísindavefurinn)


Líkami okkar framleiðir sterahormón af sjálfu sér, meðal annars kynhormón. Kolesteról telst einnig sem sterahormón. Það sem við köllum stera í vöðvauppbyggilegum skilningi eru vefaukandi sterar og eru allir vefaukandi sterar efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni. Hér eftir verða anabólískir eða
vefaukandi sterar kallaðir sterar.

Sterar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þeir eru bæði í töflu- og vökvaformi, hafa mismunandi áhrif og aukaverkanir og eru framleiddir með mismunandi tilefni í huga. Sterar hafa verið notaðir í vöðvauppbyggingu síðan í byrjun síðustu aldar. Talið er að þýskir hermenn hafi fengið stera í síðari heimstyrjöldinni til að verða aggresívari og sterkari.

Testósterón kemur fram í miklum mæli á kynþroskaárunum. Áhrifin þekkjum við öll, aukinn hárvöxtur, dýpkun raddar og stækkun getnaðarlims og eistna, en einnig kemur fram hraðari vöxtur vöðva, beina og rauðra blóðfrumna. Þessi síðarnefndu eru kölluð nýmyndunaráhrif en þessi fyrrnefndu karlkynsörvandi áhrif.

Sterar eru framleiddir í þeim tilgangi að skapa nýmyndunar áhrif til vöðvabyggingar, en engir sterar hafa verið framleiddir sem einungis geta framleitt nýmyndunaráhrif án þess að skapa karlkynsörvandi áhrif í leiðinni. Sterarnir með öflugustu nýmyndunaráhrifin hafa oftast öflugustu karlkynsörvandi áhrifin einnig, og það er það sem við köllum aukaverkanir.


Mismunandi gerðir

Nú ætti öllum að vera ljóst hvað sterar eru. Því ætla ég að ræða um mismunandi gerðir núna.

Eins og kom fram áðan eru sterar ýmist í töflu- eða vökvaformi. Þá eru þeir annaðhvort gleyptir eða sprautað inn í vöðva. Sterar í töfluformi eru vanalega “17a-methylation”, sem er fræðiheiti sem ég kann ekki mörg skil á, en í stuttu máli þýðir þetta að sterarnir komast í gegnum lifrina án þess að vera brotnir niður. Hefur þetta einnig viss lömunaráhrif á lifrina ef sterarnir eru notaðir í langan tíma í einu. Sterar í töfluformi eru t.d. Methandrostenolone (Dianabol) sem er oftast kallað boli hér á landi, Winstrol og Anadrol.

Winstrol er bæði til í töflu og vökvaformi. Og er notað í læknisfræðilegum tilgangi fyrir sjúklinga með of fáar rauðar blóðfrumur, eða gegn sjúkdómi sem lætur auknlokin bólgna. Dýralæknar gefa dýrum einnig winstrol til að byggja upp vöðvamassa á sjúkum dýrum, og hefur winstrol verið notað í hestreiðum með góðum árangri. Winstrol er einnig vinsælasti sterinn meðal kvenkyns vaxtarræktarfólks, vegna þess hve lítil karlkynsörvandi áhrif winstrol hefur miðað við nýmyndunaráhrifin. Winstrol er löglegt gegn framvísun lyfseðils.

Dianabol er kallaður faðir anabólískra stera. Kom fyrst fram á sjónarsviðið um miðbik síðustu aldar og var hannaður í þeim tilgangi að byggja upp vöðva. Dianabol er einungis í töfluformi, og þrátt fyrir að óljóst var hvaða aukaverkanir dianabol hafði til langtíma litið, var hann löglegur gegn lyfseðli til 1993 í USA. Dianabol er einn vinsælasti steri enn þann dag í dag og er notaður vanalega með öðrum sterum. Dianabol er fáanlegur í Mexico undir nafninu “Reforvit-b” sem og fleiri öðrum ríkjum.

Anadrol er steri í töfluformi. Notaður í læknisfræðilegum tilgangi gegn beinþynningu, fyrir fólk sem getur illa brotið niður prótein og fyrir fólk með lítið af rauðum blóðfrumum. Lyfið Epogen hefur reyndar í seinni tíð komið í stað Anadrols sem meðferð gegn þessum sjúkdómum, en Anadrol hélst áfram í framleiðslu og fann nýjan tilgang sem lyf fyrir HIV smitaða einstaklinga. Anadrol er sterkasti vefaukandi steri sem til er, en hefur einnig mestu aukaverkanirnar. Anadrol gerir einstakling kleift að byggja upp mikið af vöðvamassa á stuttum tíma. Anadrol hefur einnig góð áhrif á liði og liðamót, smyr liðina og kemur því í veg fyrir meiðsl hjá íþróttamönnum.


Sterar í vökvaformi eru öðruvísi uppbyggðir en þeir í töfluformi. Sterar af þessu tagi eru olíukenndir og er þeim sprautað inn í vöðva í skömmtum. Helstu sprautustaðir líkamans eru rassinn (rectus maximus), axlir, fremri læri, tvíhöfði og þríhöfði. Höfundur mælir ekki með öðrum stöðum en þetta og mælir gegn því að óreyndir einstaklingar séu að meðhöndla sprautur yfir höfuð. Dæmi um stera í vökvaformi eru Sustanon, Deca Durabolin (Nandrolone), Trenbolone og Primobolan.

Sustanon er heiti yfir blöndu á testósteróni í vökvaformi. Annaðhvort kallað Sustanon 250 eða Sustanon 100,
og gefa tölurnar til um hversu mörg milligrömm af testasteróni eru í hverjum millilíter. Í Sustanon 250 eru 30 mg af propionate, 60 mg af phenylpropionate, 60 mg af Isocaproate og 100 mg af Decanoate testasteróni. Í Sustanon 100 eru 20 mg af propionate, 40 mg af Phenylpropionate og 40 mg af isocaproate. Höfundur kann ekki frekari skil á þessum fræðiheitum. Þetta eru í stuttu máli mismunandi kolefnisfrumeindir af hormóninu testósterón, sem líkaminn framleiðir. Með því að innbyrða Sustanon ertu í raun að bæta auka testósteróni við framleiðslu líkamans til að auka vefaukandi áhrifin. Sustanon er oft kallað “Susti” hér á landi.

Deca Durabolin (Nandrolone) er steri sem líkaminn kann að framleiða í litlum mæli af sjálfum sér, eða um 0.4ng/ml. Lyfið í sjálfu sér er notað sem lækning við beinþynningu kvenna eftir fimmtugt, þrátt fyrir að það sé ekki mælt með því núorðið, og er einnig notað sem lækning við blóðbeinþynningu, sem er sjúkdómur sem lætur bein þynnast og eyðir rauðum blóðfrumum. Lyfið er einnig notað í meðferð við brjóstakrabbameini. Vegna þessarra góðu áhrifa fékk Nandrolone samþykki lyfjaeftirlitsins árið 1983. Deca Durabolin eykur vöðvauppbyggingu í miklum mæli og er vinsæll steri til að nota með testósteróni eins og Sustanon eða Test 400. Deca Durabolin (Nandrolone) er oftast kallað “Degi/Deki” hér á landi. Vegna þess hve mikil estrógenísk áhrif Deca hefur á líkamann getur hann leitt til getuleysis meðan einstaklingur notar hann. Því hafa margir vaxtarræktarmenn gripið á það ráð að nota meira af testósterón-stera en deca til að vinna á móti því.

Trenbolone er steri sem er notaður aðallega hjá dýralæknum til að ná fram matarlyst og vöðvamassa í dýrum. Vegna þess hve stuttlífur steri Trenbolone er í sjálfu sér, er hann oft framleiddur sem sameind við testósterón, sem gerir hann langlífari og áhrifameiri. Skammtar hjá vaxtarræktarmönnum fara úr 200mg á viku upp í 1400mg á viku. Vegna þess hve stuttlífur hann er að eðlisfari eru vaxtarræktarmenn að sprauta sig að meðaltali á tveggja daga fresti. Trenbolone eykur matarlyst til muna og eykur þol og sprengikraft í vöðvum meðan áhrifin eru í líkamanum. Sem þýðir að einstaklingurinn getur pínt sig meira og æft stífar. Trenbolone lætur einstakling ekki vatnast eins og á testablöndum og bola, og er því vinsæll steri þegar vaxtarræktarmenn eru að kötta. Aukaverkanir Trenbolone eru miklar vegna þess hversu sterkur sterinn er, og eru helstu verkanirnar svefnóróleiki, nætursviti, hár blóðþrýstingur, og engin kynlöngun. Kvenmenn ættu aldrei að taka þennan stera útaf hættu á karlkynsáhrifum. Trenbolone er kallaður “Tren eða Treni” hér á landi.

Primobolan er steri sem bæði er til í töflu- og vökvaformi. Í vökvaformi er sterinn talinn vera betri, vegna eþyl-efnis sem lætur sterann vera langvirkann. Auk þess á hann greiða leið í gegnum blóðrásina í gegnum vöðvann og er því sigurstranglegri en taflan. Primobolan í töfluformi er reyndar ekki “17a-methylation”, og er því ekki eitraður fyrir lifrina, en á móti kemur er hann líklegri til að brotna niður og deyja. Primobolan er talinn vera einn af öruggustu sterum á markaðnum. Hann hefur litlar sem engar aukaverkanir, engin estrógenísk áhrif, og áhrifin á kolesterólið eru takmörkuð. Í 200mg skömmtum hefur lyfið lítil áhrif á blóðþrýsting, og vegna þess hversu lítil karlkynsáhrif Primobolan hefur er hann vinsæll meðal kvenna. Primobolan er kallaður “Primaboli” hér á landi.


Þá er búið að taka út nokkrar af algengustu sterategundunum og fjalla um þær. Ég reyndi að skrifa þetta í sem hlutlausustu ljósi, sökum þess að áróður er alls staðar í samfélaginu gegn anabólískum sterum. Maður heyrir oft að sterar séu vondir, og þegar maður spyr af hverju, þá er svarað “bara”.
Sterar hafa aukaverkanir eins og öll önnur lyf. Þegar maður notar lyf tekur maður mið af ágóða á móti áhættu og hvort ágóðinn sé þess virði að leggja á sig aukaverkanir. Það er hægt að misnota stera eins og hvað annað, en er hægt að nota stera örugglega? Tvímælalaust.

Allar tegundir anabólískra stera í þessarri grein eru bannaðar á Íslandi nema í sérstökum tilfellum. Ég veit lítið um aðgengi þessarra efna á Íslandi og þýðir lítið að spurja mig hvar maður verður úti um þessi efni.

Heimildir:
Vísindavefurinn.is
Wikipedia.org
Steroid.com