1. Búa til notalegt umhverfi til vakna upp í. Vel til tekið herbergi auðveldar að standa á lappir.
2. Fá nægann svefn (c.a 7 klst) Auðveldar allt, morgunnstund er betri en kvöldstund.
3. Skipuleggja daginn kvöldið áður, að hafa verkefni á morgnanna hífur mann á lappir.
4. Ekki nota rúmið í neitt annað en að sofa. Markmiðið er að láta ekki líða meira en 10 mín í rúminu þar til svefn hefst, þetta venur líkamann hvar á að sofa. Lestur og kvikmyndir eru ekki æskilegar.
5. Ekki borða innan 2 klst fyrir svefn, líkaminn fer á fullu í gang að melta matinn.
6. Eyða stressi, þetta er aðalástæðan fyrir slæmann svefn. Slökunnaræfingar fyrir svefn eru mjög góðar.
7. Verðlaunaðu sjálfann þig, ástæður þess að vakna snemma eiga ekki að vera aðeins á faglegum forsendum. Sparimogrunnverður, ís, sjónvarp eða eitthvað sem þér myndi hlakka til.
8. Hreyfing, eldsnemma á morgnanna er besta leiðin til að vekja líkamann er að hreyfa sig. Það hleypir blóðrásinni af stað og býr til helling af seretónín (gleðivímuefni). Hreyfing eykur sjálfstraust og er tilvalin að nýta það í að vakna.
9. Liggðu ekki vakandi uppí rúmi! Markmiðið er að bókstaflega að hoppa uppúr rúminu. Auka 10-20 mín svefn hjálpar ekki neitt ef þú hefur þegar vaknað, ef þú sofnar aftur verður það ekki þreytudrepand svefn heldur þreytuvaldandi og verður erfiðara að vakna aftur.
10. Gluggar opnir, ferskt loft er gott og auðveldar að sofa dýpra.
11. Vakna með sólinni (ekki hægt á íslandi) eykur seretónín og eyðir þreytuvaldandi efni. Ef sól er ekki til staðar er öll lýsing góð og sterk lýsing betri en dauf.
12. Vertu þrjósk(ur) og settu markmið að fara alltaf á sama tíma uppí rúm og koma uppúr á sama tíma. Vakna snemma er vani ekki meðfæddur hæfileiki.
13. Hlusta á líkamann! Líkaminn lætur vita þegar hann er þreyttur, ef hann fær ekki nægann svefn, prófaðu þá að fara aðeins fyrr í bólið.
14. Gott að fara út á morgnanna(í góðu veðri) að finna fyrir blástrinum og náttúrunni er mjög gott til að vakna.
15. Skiptu um vekjaraklukkuhljóð oft. Notið ekki skrækjandi viðvörunnarhljóð, gott er að hafa notelegt hljóð og skipta oft um hljóð svo þau haldist notaleg.
16. Gerðu allt tilbúið kvöldið áður. Safnaðu og leggðu niður þau föt sem þú ætlar að ganga í, hvaða bækur þú ætlar að nota og svona. Að þurfa að taka einhverjar ákvarðannir á morgnanna í hálfvakandi ástandi fær mann til að nenna ekki að standa upp.
17. Útvarpið er mjög gott tæki til að til að segja hausnum að það er gaman að vakna á morgnanna.
18. Nýttu morgunnstudina í nýtandi verkefni. Ef þú hefur ekkert til að gera á morgnanna fær heilinn ástæðu til að þurfa ekki að vakna. Lesa, læra eða hreyfa sig eru mjög gott til að nýta morgnanna til að vera á undann deginum í stað á eftir deginum.
19. Gott að skrifa niður á blað kvöldið áður hvað þú ætlar að nota morguninn í. Það gulltryggir að þú vaknir og kemur þér strax að verki.
20. Skipulagðu mikilvæga atburði á morgnanna. Undirbúningur fyrir mikilvæga fundi, próf, hittinga eða viðtöl er hentugur tími til að gera á morgnanna.
21. Gott að vera fleirri en einn með sama markmkið. Ef það reynist erfitt að halda við því að vakna snemma er gott að hafa félaga sem hefur sama markmið að vakna snemma.
22. Segðu fólki frá þessu og semi-montaðu þig. Það þolir enginn einhver sem talar meira en að framkvæma svo þetta er góð leið til að halda manni við.
23. Forðastu að taka lúr, það er vísindalega sannað að þeir sem taka sér lúr einhverntímann yfir daginn sofa verr á næturna. Lúrinn brýtur upp svefnmynstrið.
24. Fylgstu með árangrinum þínum, skrifaðu niður í excel skjal eða dagbók kl hvað þú vaknaðir og hvenær þú fórst að sofa.
25. Ekki gera of miklar breytingar á stuttum tíma. Settu markmið hvenær þú vilt vakna og klipptu af korter í einu. Segjum þú viljir vakna kl 5 alla morgna byrjaðu að venjast að vakna kl 7 í 3-4 daga og svo 6:45 í 3-4 daga. Easy does it og að lokum muntu geta náð 5 og gert það að vana
//