Ég hef verið að spá. Mér finnst sumt fólk taka inn alveg rosalega mikið af allskonar lyfjum, verkjatöflum, fæðubótarefnum og bara “jú neim it”.
Ég var alin upp við það að vera ekkert að taka nein lyf nema þú sért hreinlega við dauðansdyr (ég ýki) en samt…
Stelpa sem er með mér í bekk tekur (að mínu mati) alveg óheyrilega mikið af verkjatöflum. Hún fær reyndar oft hausverki, en mér finnst eins og hún sé frekar að leita að skammvinnum lausnum eins og verkjatöflum, frekar en að virkilega leita sér lækningar. Það getur verið svo margt sem er að eins og til dæmis matarræði, eða eitthvað og kannski margt sem vinnur saman. Auk þess sem þessi stelpa tekur alltaf inn aspirin, en ég las um það í íslensku lyfjahandbókinni (heitir hún það ekki annars?) að aspirin hefði fullt af aukaverkunum, óléttar konur mega til dæmis ekki taka aspirin.
En ég meina er þetta orðið svona algengt í dag að fólk taki bara verkjalyf eða einhverskonar lyf, ef það finnur sting í maganum, eða í höfðinu. Sko auðvitað þarf fólk að taka stundum inn verkjalyf, en þarf það að gera það alltaf?
Hvað með ykkur, hvað takið þið oft inn verkjalyf á mánuði/ári að meðaltali?
Ég skal byrja: ég tek inn svona 5 verkjatöflur á ári, ef ég verð lasin.
kveðja kvkhamlet