Er hægt að vinna upp skammtinn ef maður hefur misst úr daga? Lenti
nefnilega í vandræðum í janúar þegar ég byrjaði á túr, þá var ég
það kvalin af túrverkjum (verkjatöflur laga ekki þessa öflugu
verki), og Thyroxínið var búið. Ég komst ekkert uppúr rúmi, enginn
komst í apótekið fyrir mig því ég var ein, og peningarnir mínir
voru búnir þennan mánuð.
Nú hef ég velt fyrir mér hvort það hafi verið gagn í að stækka
skammtinn sjálf!!! Ég tek venjulega 1 og hálfa á dag, en samkvæmt
blóðprufum er það of lítill skammtur en MÉR líður eðlilegast þegar
ég tek 1 og hálfa, en við 2 pillur ÚFFFF FULLT AF AUKAVERKUNUM!
Fer í blóðprufu í enda mars, og er búin að reyna að vinna upp með
því að taka 2 pillur á dag og hef fullt af óþægilegum aukaverkunum.
Þetta eru hjartverkir (hef á tilfinningunni að ég fái
hjartaáfall!!!), ekki höfuðverkur heldur svona þrýstingur vinstra
megin í höfði, rosaleg þreyta (sem ég hélt að kæmi ef maður tekur
of lítinn skammt!)
Nú er ég svo heppin að hafa merkt inná dagatal hvað ég tek mikið á
dag og það er kominn tími til að láta lækninn sjá þetta! Vonandi
verð ég ekki skömmuð fyrir að breyta skammtinum sjálf. Hef oft
sagt mömmu minni frá þessu ójafnvægi og veseni í þessum blóðprufum,
og hún sagði: geturðu þá ekki bara stjórnað skömmtunum sjálf? Svo
núna lét ég verða af því en veit ekki hvernig viðbrögð ég fæ!!!!!!
Kvíði rosalega fyrir að segja lækninum frá þessu að ég hafi ekki
fylgt henna