Brennslan hjá þér er greinilega á fullu allan sólarhringinn, þú ættir að fá þér eins og hefur komið fram fæðubótaefni sem auka orkuna í fæðunni, en það er einn ókostur við flest þessi efni en það er að þau innihalda ýmis efni sem hraða brennslu, og það er eitthvað sem þú kannski mátt ekki við.
það er hægt að hægja á brennslunni með því að borða mikið 2 á dag, og ekkert þess á milli, það er t.d. vandamál hjá mörgum sem eru of feitir að brennslan er of hæg, borða sjaldan en mikið þannig að brennslan dettur niður á milli máltíða, ég t.d. er of þungur en byrjaði um áramótin að borða 6 til 8 sinnum á dag, ekkert óhollt, bara vera síétandi, og ég er búinn að missa 8 kíló á 40 dögum, samt er ég sífellt að borða, það sem gerist er að þá nær brennsla ekki að hætta, af sömu ástæðu er æskilegt að maður fari á æfingar eins snemma á morgnana og hægt er því brennslan heldur áfram að virka í marga klukkutíma eftir æfingar.
það sem þú þarft að gera ef þú ætlar að fara að æfa er að borða mikið, próteinríkan og kolvetnisríkan mat, því æfingarnar auka enn á brennsluna og þá þarftu eldsneyti til geta byggt upp vöðvamassa.. kjöt, fisk, pasta, egg, og mikið af því..