sjá grein og umræður á www.body.is

Eða hvað?

Er ekki neitt sem er til þess að hópa húrra yfir og að því liggja nokkrar ástæður, því er og miður er að margir svokallaðir kúrar eru byggðir

upp á próteinríku fæði þar sem kolvetni gjalda fyrir það, fyrir hinn venjulega jón er þetta ekki málið og liggja þar að baki nokkrar líffræðilegar / næringafræðilegar staðhæfingar.

Eins og flestir vita þá eru kolvetni aðalorkugjafi líkamans, heila og miðtauga frumur vinna fyrir glúkósa (sykri). Þegar þetta ástand líkamans byrjar þá verða glýkógen (kolvetnategundin í lifur og vöðvum=eldsneyti líkamans) birgðir líkamans minni en þær ættu að vera nægar þegar æft er kröftuglega og þá fer það að bitna á vöðvamassa því líkaminn fer að nýta vöðvamassa sem orkugjafa (glýkógen búið til úr niðurbroti á vöðvum = varnarviðbrögð líkamans). Meðalmaðurinn (lifur og vöðvar) geymir uþb 300-400 grömm af glýkógeni, þegar þetta ástand skapast er þú ferð að svelta í kolvetnum þá kallast það ketósaástand sem veldur því að glýkógen birgðir byrja að eyðast á 3-4 dögum, ef við höldum áfram að skoða hvað gerist svo er það að 1 gr af glýkógeni heldur í sér 2-3 gr af vökva verður vökvatap 1,5 kg, s.s. á þessum tíma hefur þú e.t.v. lést um 1,5-2 kg sem er í formi glýkógens og vökva.

Það sem gerist svo er það sem ég hef svo oft séð og er að sjá, það er að fólk lifir ekki eftir ákveðnum trúarbrögðum í matarræðinu það sem það á eftir ólifað. Þegar fólk byrjar að borða kolvetnin sín aftur þá þyngist það klárlega aftur um það sem nemur þessu vökvatapi og skorts á glýkógeni, það sem meira er að grunnbrennsla einstaklingsins hefur klárlega minnkað vegna þess að hann hefur horast af vöðvamassa og fitusöfnun verður meiri og hraðari en áður, það er kannski ástæðan fyrir því að margur maðurinn hefur gefist upp á öllum þessum kúrum með misjöfnum árangri en þegar uppi er staðið er það bara einfaldleikinn sem er bestur í matarræðinu. Ég hef allavega haldið því fram hingað til að það er langbest að fara bara í „back to the basic“ það er að sanna gildi sitt í sí og æ!

Vissulega er um að ræða fitutap að einhverju leiti en það er ekki gott að blanda fitutapi sem minnihluta og vöðva og vökvatap sem meirihluta. Frekar áttu að léttast hægt og vel en hratt og illa, það sem ég á við með þessari skilgreiningu er það að þú byrjar að minnka og skreppa saman, fötin byrja að skrölta utan á þér og þú ert ef til vill ekki að léttast mikið fyrst um sinn en líffræðræðilega virknin er einfaldlega sú að vöðvar eru þyngri en fita og jafnframt ummálsminni. Þú kemur til með að þurfa borða meira til þessað brennsla vöðvanna verði hámörkuð með tímanum og þá fyrst fer þyngdartap að eiga sér stað sem verður um fram allt varanlegt.

Það er þetta sem verður að hafa hugfast og að forgangi ef þú vilt og ætlar þér að ná stórkostlegum árangri með líkama þinn, ef ég mætti ráða þá ætti fólk að vera grannt og mótað af vöðvalínum, ekki horað í orðsins fyllstu.