Ýkt stolt ég! Komin í smá heilsu átak
Kanski sirka vika síðan ég byrjaði, hætti að borða nammi til að byrja með. Sem er MJÖG ERFITT fyrir mig.. og viti minn það gat ég
Fékk mér reyndar nokkur smartís í gær.. Það má, Laugardagur :)
Það er gott að hafa bara einn dag í viku þar sem má fá sér eitthvað svona sætt, annars springur maður bara.. Svo Laugardagar eru núna aftur orðnir uppáhalds dagarnir mínir víí :)
Ég er svona að reyna að minka að éta brauð og þess háttar, er þó búin að skifta úr fransi yfir í heilhveiti, mér er ekkert sérlega vel við kornin svo ég get alveg eins slept því í 6 daga í viku..
Er farin að minka að fá mér að éta áður en ég fer að sofa og fæ mér morgunmat þegar ég vakna. Borða oftar og þá bara minna í einu og eitthvað hollara. Bíllinn minn er ekki búin að vera hreyfður í 2 vikur, (Ekkert bara útaf heilsuátaki mínu líka öðru) svo ég labbaði í gær! Ekki oft sem að ég labba eitthvað!
Svo er ég búin að vera á hestbaki og er ekki búin að detta almennilega í það í góðan tíma!
Allar þessar breytingar og líkaminn minn veit ekki hvað er að gerast.. Án gríns þá er hann með fráhvarfseinkenni..
Ég er búin að vera með hryllilega leiðinlegan magaverk svona annars lagið.. Verk sem bara er þarna og ekkert lagar.. Gat ekki sofið fyrir honum um dagin.. Svo kom hann aftur í dag.. Bakið á mér er eitthvað með stæla, verkir og læti.. Lenti í slysi í sumar þar sem ég fékk bakverki en þeir löguðust á eitthverjum 2-3 mánuðum með lyfjum en það er eins og hann sé að koma aftur.. Sami leiðindaverkurinn.
Allt byrjaði þetta eftir að ég byrjaði í heilsuátakinu mínu
Úff það er erfitt að vera heilsufrík..