Vika 1-2 Áramótaheitin komin í garð og stefnan sett í íþróttarhúsið.( again )

Við félagarnir tókum okkur sá ákvörðun að fara til einkaþjálfara sem hópur og ég ætla að sýna árangur minn eftir fyrstu 2 vikurnar sem voru að koma vöðvunum í stað með léttu lyftum og meira hliðsjónar til þols.

Ég byrja á því að kaupa mér Mass-Tech 2.270g frá Perform til að reyna að ná að þyngja mig upp og breyta því í vöðva.

Ég tók 1x5-6 scoops morgni kl 7:00 og ét morgunkorn, þarnæst kl 4:00 um dag 1x5-6scoops og mæti á æfingu klukkan 5:00 og er til 6:30. Eftir æfinguna tek ég en og aftur 1x5-6 scoops og fæ mér að éta kjötvörur t.d. kjötbollur,fisk og lambalæri.

Prógrammið okkar var einungis til að láta alla koma sér í fíling fyrstu 2 vikurnar og byggja upp smá vöðvaþol og voru engar sérhæfðar æfingar.

Það leit einhvern veginn svona út:

- 15 mín upphitun sipp/hlaupa/hjóla
- 15x3 Axlapressa með lóðum
- 15x3 Bekkpressa
- 15x3 Upphífingar( Má nota niðurtog )
- 15x3 Þríhöfði
- 15x3 Tvíhöfði
- 15x3 Magaæfing í tæki
- 15x3 Hnébeygja
- 15x3 Kálfar
- 15x3 Bakæfing


Endar með 15 mín killer af magaæfingum og bakæfingum armbeygjum eins og körfubollta armbeygjur og meira sé nefnt.

Vika númer 2 er nákvæmlega eins og í næstu viku byrjum við að skipta niður í 3-4 daga og á hvern vöðvahóp fyrir sig og hver og einn hefur sín markmið (Grennast,byggja upp,Þol)

Mín reynsla af Mass-Tech er sú að ég þyngdist um 3.5kg á einni viku og þá tala ég um að ég kláraði dúnkin á einni viku einnig.

Sko! þó svo að það sé flott nafn og MR.O gaur framan á.. þá þarftu ekki að eyða öllum peningum í þetta!

fáðu þér hreint prótín, settu út í hafra+hnetusmjör og eitthvað til að fá kolvetni!

Allar merkavörur eru vanalega ekki þess virði, sérstaklega ef þú ætlar að bæta á þig mörgum kg þá tekur það tíma og peninga.

Vitna í NoFear þetta gerði sig vel fyrir mig og margir hafa mismunandi reynslur og tel ég 4kg í vöðvum á einni viku alls ekki slæmt.

Strawberry
Bragð: 10/10
Gæði: 8/10
Ending: 5/10

Mínar einkannir.

Næst er það Muscle Juice 4.750g sem ég fæ á morgun og verður gaman að sjá hvað það virki vel. Og ég ætla mér að koma með grein eftir hverja viku eða aðra hverja viku og segja frá mínum reynslum og bætingum.
Svo það sem kemur næst er bæting í bench,réttstöðu,hnébeygju + prógrammið sem gæti nýst einhverjum.