Ég var orðinn 126,4 kg þegar ég var hvað mest spikaðastur í ágúst og því var ákveðið að fara að gera eitthvað í sínum málum.

Ég tók mataræðið algerlega í gegn og fór að hreyfa mig og stunda ræktina.

Síðan í lok október þá ákvað ég að láta reyna á það að fara í fjarþjálfun hjá Gillz og ég hef ekki séð eftir neinu með þeirri ákvörðun.

Á fyrstu fjórum vikunum hjá Gillz þá náði ég að missa einhver 5,5% fituprósentu og þónokkuð mörg kíló , en núna eru 10 dagar þangað til að ég hitti hann aftur og ég er í kringum 103 kg núna og vonandi verður maður búinn að dúndra meira af þegar maður hittir hann næst.

En ég hef verið í erfiðleikum með það að henda myndum beint hérna inn á , þannig að ég læt bara tvo linka fylgja með þar sem má sjá árangurinn …. en ég er náttúrulega bara nýbyrjaður á þessu , þannig að maður á eftir að ná meiri árangri með komandi tímum.

http://fraudplast.blogcentral.is/File.ashx?id=c0f857f8-947d-4ae3-90e0-7352181722a0

.. og hérna er svo nýjasta myndin af mér :

http://fraudplast.blogcentral.is/File.ashx?id=7f7bd9fe-ec5e-4db9-ae43-10ce234c3251
… hún er tekin 3.des og þar er ég í 103,9 kg. … ég ætla að taka næstu mynd þegar ég kemst niður fyrir 100 kg , svo að maður sjái árangurinn betur.

En já… ég mæli með fjarþjálfun fyrir fólk sem vill komast í form.

www.fjarthjalfun.is