Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir okkur öll. Það er margt sem hreyfing gerir fyrir líkamann og okkur sjálf sem að oft er reynt að laga með lyfjum eða á annan óhollari og erfiðari hátt.Ég heyrði til dæmis af rannsókn sem var gerð á dögunum þar sem borin voru saman áhrif töku Prosac á þunglynda og svo hreyfingu fyrir viðmiðunarhóp…og viti menn þeir sem fóru að stunda hreyfingu þeir fengu fyrr bata og einnig bata sem varði lengur.
Við aukna hreyfingu fær maður:
* Aukið þyngdartap.
Það er nokkuð öruggt að hafir þú í hyggju að léttast þ´´a mun aukin hreyfing hjálpa þér við það.
* Auðveldað okkur að viðhalda þyngdartapi.
Eftir að maður hefur náð þeirri þyngd sem maður óskar þá er auðveldara að viðhalda henn með aukinn hreyfingu.
* Auðveldað stjórnun streitu.
Það er sannað að aukin hreyfing dregur úr streitu,við það að hreyfa sig þá leysir líkaminn úr læðingi orku sem annars fer í streituna.
* Bætt svefn.
Það er vel þekkt staðreynd að aukin hreyfing færir manni betri svefn og getur jafnvel losað mann við svefnvandamál.
* Bætt meltinguna.
Maður á auðveldara með að melta fæðuna ef maður hreyfir sig nóg.
* Aukið sjálfstraust.
maður fær aukið sjálfstraust við það að vera að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og svo ef maður er að bæta líkamsástand þá fær maður einnig áukið sjálfstraust við það
* Aukið orku.
maður fær aukna orku til að sinna öðrum störfum
*Aukið vöðvastyrk.
með því að þjálfa vöðvana markvisst þá eykur maður vöðvastyrk
*Gert líkamann stæltan og stinnari.
það gerist við æfingarnar
* Lækkað blóðþrýsting.
aukin hreyfing hefur jákvæð áhrif á blóðþrýstingin
* Aukið liðleika.
* Aukið styrk.
* Aukið þol.
* Minnkað tíðaverki.
þetta veit ég af eigin reynslu að er rétt og það er mikill munur!
* Bætt samhæfingu.
* Bætt líkamsstöðu.
* Minnkað bakvandamál og sársauka tengdan þeim.
margir sem eru bakveikir hafa fengið góða lausn á sínum verkjum við það eitt að gera réttar líkamsæfingar.
* Gert okkur kleift að slaka betur á.
* Minnkað þunglyndi.
margir sem hafa glímt við þunglyndi og verið á alls konar lyfjum og meðferðum hafa náð bestum árangri með því að fara að hreyfa sig reglulega.
* Minnkað mittismál.
* Hjálpað konum að ná sér fyrr eftir barnsburð.
* Aukið magn endorfínefna í líkamanum
efni sem líkaminn framleiðir og auka vellíðunartilfinningu og bæta lund
* Aukið líkurnar á langlífi
* Slegið á matarlyst.
Svo að það er ljóst að það er mikill ávinningur að stunda holla og góða hreyfingu….drífum okkur nú öll af stað og finnum hreyfingu við okkar hæfi,mikilvægt er að stunda eitthvað sem manni fynnst skemmtilegt og fara ekki af stað með offorsi því að þá er hætt við að maður gefist upp.
Kveðja