Jæja ég er alger hrakfallabálkur og nánast fastagestur hjá
heilsugæslustöðinni minni hehe. Nei nei segi bara svona.
En mig langaði aðeins til að tala um göt í eyru.
Ég fékk göt í eyrun frekar seint man ekki hvenær en líklega um svona 15 ára aldurinn eða eitthvað. Fljótlega eftir það fékk ég köggul í bæði eyrun meira í það hægri og hætti að nota eyrnalokka því ég einfaldlega kom þeim ekki í gegn.
Þessir kögglar hafa verið að bögga mig af og til í gegnum tíðina en kærastinn minn fór eitthvað að skoða þetta og tókst að laga sem sagt vinstra eyrað en það hægra hefur alltaf verið verra :(
Um daginn fór ég til læknis út af þessu og eftir skoðun þá sagði hann að það væri best að reyna að skera í þetta því annars gæti þetta farið að versna og dreifa sér og eitthvað og þetta hefur einmitt verið að versna í gegnum árin :( Er oft ferlega aum í þessu og get ekki legið á hægri hliðinni :(
Hann sagði einnig að það væri mjög algengt að svona kæmi fyrir. Hann talaði sérstaklega um ung börn sem foreldrar eru að láta gata eyrun á og sagði að það væri ekki sniðugt. Því hann lenti oft í svona tilfellum.
Ef ég hefði haft einhvern grun um hve algengt þetta væri og að eyrun á mér myndu enda svona þá hefði ég nú örugglega ekki látið gata þau. Gerði það eiginlega bara út af þrýstingi frá vinkonum mínum.
En allavega ég var að koma frá lækninum og hann var að skera í þetta. Er með riiiisa stórar umbúðir á eyranum og ég vona að þetta lagist núna, annars þarf ég að fara aftur ef ég vil láta laga þetta.
Hann líka ráðlagði mér að ef þetta myndi lagast að fá mér aldrei göt aftur því það væri líkur á að þetta myndi gerast aftur.
Svo kæra fólk og kæru foreldrar. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið út í svona eða látið gera þetta við börnin ykkar. Sérstaklega passið ykkur með óekta eyrnalokka, nikkel ofnæmi
er líka alveg rosalega algengt.
Kveðja
Kisustelpan