Það er enn þannig að maður sér stundum ófrískar konur reykja og ég hugsa alltaf hvað eru þær að gera börnunum sínum….ég viðurkenni að ég hef reykt á meðgöngu en eftir að maður hefur kynnt sér allt það sem getur gerst og séð áhættuna sem maður var að taka þá myndi maður hugsa sig enn oftar um.
Það er ekkert nema sjálfselska að reykja á meðgöngu og maður skyldi hafa í huga að óbeinar reykingar móður á meðgöngu hafa líka áhrif á barnið.

Smá fróðleikur af doktor.is:

Meðganga

Af ýmsum ástæðum eru óbeinar reykingar hættulegastar börnum. Ef móðirin reykir meðan á meðgöngu stendur geta efni í tóbaksreyknum borist með blóðinu til banrsins og skaðað súrefnis- og næringarflutninga til þess.

Með fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á þann margvíslega skaða sem móðir, sem reykir eftir fjórða mánuð meðgöngunnar, getur valdið ófæddu barni sínu.


Sumt af þessu virðist bitna á barninu – jafnvel árum saman. Má meðal annars nefna lítinn fæðingarþunga og aukna hættu á að móðirin missi fóstur eða ali barnið fyrir tímann og síðast en ekki síst að það fæðist andvana eða deyi innan fárra vikna.

Í tveimur nýlegum greinum var skýrt frá rannsóknum á svo miklum fjölda ófrískra kvenna að nú er varla um að efast að reykingar skaða og jafnvel deyða börn í móðurkviði, við fæðingu og á fyrstu vikunum eftir fæðingu.

Hugsum okkur tvisar ef ekki oftar um …….
Kveðja