Ég hef oft velt því fyrir mér hve mikið fólk leitar að úrræðum endalaust með kostnaðarsömum hætti oft og iðulega, þegar vitneskja sem finna má í bókum gæti komið í veg fyrir slíkar tilraunir með líkamann, innan eða utan heilbrigðiskerfa hvarvetna.
Ef við vitum hvaða áhrif þessi eða hinn sjúkdómurinn hefur á líkmann sem og hvaða lyf eða meðhöndlun er best þekkt til meðhöndlunar á þeim hinum sama, þá getum við SPURT hvers vegna okkur kann að vera ráðlagt eitthvað annað.
Það er mikið álag á líkama okkar að innbyrða margar lyfjategundir samtímis og aldrei nógu varlega farið að ígrunda það hvaða aðrar aðfleiðingar og aukaverkanir slíkt kann að hafa.
Sama má segja um hvers konar hóf í likamsrækt þar sem meta skyldi ætíð hvort álag er hæfilegt í ljósi einhverra vandkvæða fyrirliggjandi áður en af stað er farið. Ég held þó að þetta hafi færst til betri vegar, en var.
Verum gagnrýnin, leitum okkur upplýsinga, lesum okkur til, um hvað er eðlilegt og hvað ekki, hvernig þessi eða hin aðferðin hefur reynst en nú er til staðar íslenskur heilsuvefur með gnægtabrunn af fróðleik til viðbótar ensku lesefni.
kveðja.
gmaria.