Heilsudjöflar
Nú á dögum er talað um að eiturlyf séu heilsuspillandi (sem þau eru) svo er það áfengi, þá reykingar og svo sælgæti. En staðreyndin er sú að ef maður ætlar að framfylgja þessu öllu dettur maður út í allavega eina fíkn. Svo banna allir foreldrar nammi nema á laugardögum og troða svo í sig nammi allan daginn í vinnunni þannig að lítil fara að dæmi foreldra sinna og belgja sig út af nammi á meðan foreldrar eru að heiman. Svo eru foleldrar sm reykja yfir börnunum sínum sem hefur þær afleiðingar að flest börn reykja þegar þau verða eldri. Og þegar börn sjá foreldra sína undir áhrifum eiturlyfja eða áfengis lagar þeim að prófa líka því að þau sjá ´´hamingjuna´´ í augum foreldra sinna á meðan. Svo ég spyr: Eru foreldrar heilsudjöflarnir?