Í þessarri viku er ég búin að brotna niður og
gráta 4x, 1x af myndinni “When a men loves a
women” sem var sýnd á rúv, en hin 3 skiptin
hentu einfaldlega bara við það að ég var að
hugsa um mig og mitt líf, hvað þetta er ömurlegt
allt saman. Það bregst ekki, í hvert skipti sem
ég hugsa um líf mitt, kemur uppí huga minn eitt
orð “sjálfsmorð”…ég myndi samt ekki gera pabba
það, hann er það eina sem ég elska útaf lífinu og
gæfi líf mitt fyrir, og ég myndi ekki særa hann
svona!, en engu að síður er einsog mér létti við
það að vita hvað það væri þægilegt að bara hverfa
úr þessu ógeði. (Tár)
Auðvitað á ég stærri fjölskyldu, en hann bara stendur
mér svo nálægt.

Núna dynja jólalög í útvarpinu og ég sekk bara
lengra (EF ÞAÐ ER ÞÁ HÆGT) niður í þunglyndið.
Og ég er mjög nálægt því að fá tár, ja,..
allavega er tár-sviðinn til staðar í augum mínum.

Ég er búin að vera þunglynd í tvö ár, reyndar
lengur, en ekkert að ráði nema núna tvö síðustu ár.
Ég hef ekki unnið í eitt og hálft, eða lengur, er
reyndar bakveik en skítt með það, það myndi
sennilega lagast ef ég kæmi mér uppúr þessum skít
sem líf mitt er í dag. Þetta er svo ömurlegt,…
svo tilgangslaust, svo pathetic…

Fyrir tveimur árum var ég sokkin á kaf í dópið,
vín, pillur og kók. Ég reif mig uppúr því sjálf,
fór í einskonar afvötnun inní svefnherbergi hjá
sjálfri mér. Þá gekk ég reglulega til geðlæknis
en hætti því fyrir ári síðan því þá var ég komin
á 5 já 5 tegundir af pillum,…ég gafst endanlega
upp þegar ég fékk krampa í kjaftinn!! Það hefur
hvarflað að mér að labba bara inná geðdeild og
segja “hjálpið mér”, en ég hef aldrei verið þar
áður og er ekkert viss um að það sé staðurinn fyrir
mig. Þó svo ég viti að fólk þarf ekkert að vera
geðveikt til þess að vera þar!
Ég er með hund sem ég fer út með á hverjum degi,
en eftir því sem jólin nálgast á ég æ erfiðara
með að fara út, ég bara á mjög bágt með að líta
framan í fólk. Og undanfarið, og virðist vera
eftir því hve jólalögum fjölgar í útvarpinu þá förum
við, (þ.e. ég og snati) æ oftar út þegar er farið
að dimma. Aumingja hann!

Mér finnst ég enga vini eiga lengur, það hvarf
helmingurinn af þeim eftir að ég hætti að drekka,
og hinum helmingnum hef ég ýtt í burtu frá mér.
Ég hef 1x orðið þunglynd áður og þá fékk ég geðlyf
sem virkuðu í snatri. Í dag virka allar pillur
eitthvað neikvætt á mig. Ég get ekki einusinni tekið
svefnlyf án þess að snúa virkninni, þ.e. vaki
heillengi hálf “high” og fer að éta eða gera eitthvað…
Ég gerði tilraun fyrir 4mán síðan að byrja á nýju
geðlyfi og það tók svefninn frá mér á þriðja degi
svo ég snarhætti því. Ég á erfitt með svefn í dag.
Og þegar helvítis svefnleysið gerir vart við sig þá
hugsa ég mest um þetta orð… sjálfsmorð.

Er þetta hlutskipti mitt í lífinu.
Að vera gersamlega einangruð, sofa á daginn
og vaka á nóttinni,.. mér líður best í myrkri.
Mæta ekki í nein afmæli eða neitt hjá fjölskyldunni
minni afþví að ég er svo feit og ógeðsleg
Og vil ekki að fólk sjái mig svona hrikalega útlist.

Tár

Einusinni var ég sæt og skemmtileg og átti helvítis
helling af vinum ! Hvað er að ske…

Ég er nú ekki trúuð, en ég hugsa nú stundum með mér
að betra eigi ég skilið en þetta helvítis helvíti…

Það þurfti svolítinn kjark til þess að skrifa þetta
þannig að please ekki fara skammast yfir því að
sjálfsmorð sé sjálfselska (ég veit það enda hef
ég alltaf sagt það sjálf og hef agnúast útí fólk sem
hefur gert sínum nánustu svona lagað)

<*Tár*