Það sem kemur hér fyrir neðan, er mín skoðun á hlutum sem pirra mig mikið og ég þarf að koma minni skoðun frá mér. Ég er ekki alveg sú klárasta, þar sem ég er komin frekar stutt á lífsleiðinni og ég vil afsaka allar málfræði villur en ég er mjög þroskuð meðað við aldur (í svona málum) og ég veit hvað ég er að tala um. Endilega segið ykkar álit á málinu, ég er opin fyrir öllum kommentum.

Fyrra málið sem ég ætla að pirrast aðeins á eru megrunarkúrar.

Íslendingar lifa ekki óhollum lífstíl (að meðaltali) en offita á Íslandi verður alltaf meira og meira vandamál.
Íslendingar fá oft hugmyndir frá útlöndum (núna er ég að tala um matarkyns) og yfirleitt eru það Bandaríkin sem eru ofarlega þar á lista. Hér er ein spurning til fólks sem fær humyndir frá Bandaríkjunum og panta nýjar og nýjar vörur þaðan : HAFIÐI SÉÐ HVERNIG AMERÍKANAR ERU AÐ VERÐA?? Ætlast þetta fólk til þess að Íslendingar ætla að verða eins í laginu og stór hluti af þeim?
Síðan er líka rosalega mikið af auglýsingum og “vörum” sem snúast um það að verða mjórri og hraustari og hollari. Fólk í kjörþyngd þarf ekki að léttast. Sama hvað herbalife auglýsingarnar segja.
Sem dæmi er virkilega verið að hvetja ungar stelpur (stelpur á unglingsaldri) til að vera mjórri, stæltari, sætari og hvað sem allt þetta fjölmiðla-pakk hefur að segja. Af hverju ekki að hvetja þær (og þá) til þess að æfa íþróttir og af hverju eru íþróttafélögin ekki virkari á það að auglýsa hvað er í boði og hvaða íþróttir eru hægt að velja? Ég bý í Kópavoginum og þar er alls ekki nógu miklar auglýsingar á haustin um hvaða íþróttir eru í gangi. Á meðan íþróttafélögin gera lítið, eru sjoppurnar og búðirnar að auglýsa nammi. Þetta finnst mér fáránlegt.
Ég lifi frekar heilbrigðum lífstíl og ég hef enga áætlun að breyta því.
Að meðaltali hreyfi ég mig a.m.k. 2 klst. á dag í eitthverskonar íþróttum, ég borða 4 máltíðir á dag, ég borða a.m.k. einn ávöxt á hverju kvöldi og yfirleitt fæ ég mér salat með matnum sem ég borða á kvöldin og í hádeginu. Ég er reyklaus og ég drekk ekki áfengi.
Ástæðan fyrir því að ég er að upplýsa þessu er til þess að segja að ég er ekkert svona heilsufrík sem vil breyta heiminum með magaæfingum eða útihlaupum. Mér finnst það bara MJÖG pirrandi þegar fólk talar um að losa sig við aukakílóin. Hvað með að koma sér í form? Það skiptir miklu meira máli!!

Reykingar

Eins og kom fram hér ofar þá er ég reyklaus og ég hef aldrei prófað að reykja, kannski af því að ég er (eins og kom enn ofar fram) komin stutt á lífsleiðinni.
Þegar reykingarbannið var að fara að skella á, var viðtal við gesti og gangandi í Íslandi í dag þar sem það var verið að spyrja fólk hvað þeim fyndist um bannið. Þar var einn maður, (reykjandi í viðtalinu) og hann sagði að hann væri á móti reykingabanninu. Sú sem var með viðtalið spurði af hverju hann væri á móti því og þetta var svarið sem hann svaraði ,,Mér finnst bara að reykingafólk ætti að vera látið í friði með sínar reykingar.” VÁÁ hvað ég var reið þegar ég heyrði hann segja þetta. Í fyrsta lagi þá er það sannað að reykingar séu skaðlegar, bæði beinar og óbeinar, og reykingafólk velur það að fara illa með líkamann sinn. Þetta fólk á ekki að hafa áhrif á heilsu annara. Þetta eru ekki þeirra reykingar ef manneskjan á næsta borði, á veitingastað eða kaffihúsi, er farin að hósta vegna reyks eða slæmrar lyktar. Ef eitthver sem les þetta er sömu skoðunar og þessi maður, endilega komið með komment og rökstyðjið það. Ég skil bara mjög lítið af hverju fólk reykir. Ég hef aldrei prófað en þið sem hafið það, er þetta bara eins og að borða súkkulaði?


Ég vil þakka ykkur fyrir að lesa og ég vil helst engin skítköst :S




Kjutipae
Lastu Þetta?..