Þann 6. apríl 1928, Chicago borg í Bandaríkjunum, fæddist maður að nafni James D. Watson, sem seinna meir átti eftir að uppgötva eitt mesta leyndarmál mannsins, erfðaefnið DNA.
19 árum seinna, 1947, lauk hann B.Sc prófi í dýrafræði, þótti það merkilegur árangur miðað við ungan aldur hans. Þremur árum seinna, 1950 lauk hann svo doktorsprófi frá háskólanum í Indiana.
Með þessa menntun á bak við sig hóf hann svo störf á rannsóknarstofu í Cambridge þar sem hann kynntist manni að nafni Francis Harry Compton Crick. Þeir tveir höfðu báðir mjög mikinn áhuga á því að leysa gátuna um byggingu erfðaefnisins DNA. Þessi áhugi leiddi til samtarfs þeirra tveggja sem átti eftir að ávaxta vel því tveimur árum seinna, 1953, birtu þeir niðurstöðu sínar, er lýstu hinni tvöföldu gormbyggingu DNA. Þar sem yfirmenn höfðu ákveðið að leggja verkefnið niður þurftu þeir að vinna það með leyndu í tvö ár, spurning hvort að það hafi dregið verkefnið svo mikið? Þrátt fyrir það olli þessi uppgötvun miklum straumhvörfum innan erfðafræðinnar, því þarna var hægt að sanna með óhyggjandi hætti að DNA væri erfðaefni mannsins og hvernig það myndast.
Þeir Watson og Craig tóku svo við nóbelsverðlaunum fyrir störf sín ásamt Hugh Frederick Wilkins sem hafði gert sömu uppvötanir.
Watson, í framhaldi af rannsóknum sínum á DNA,stundaði rannsóknir á RNA, prótínþýðingu og byggingu veira. Þessar rannsóknir voru áhrifavaldur á margar aðrar rannsóknir í sameindalíffræði og alemnna erfðafræði um heima allan. Til að mynda uppgötvuðu vísindamenn, undir hans leiðsögn, tengingu krabbameins og svo kallað krabbamein-gens.
Watson er nú forstöðumaður Cold Spring Harbor rannsóknarstofunnar á Long Island í New York.