Þar sem geðheilsa er hluti þess að vera heilsuhraustur ákvað ég að skrifa þessa grein hér á heilsuvefnum.
Málinu er svo farið að ég er farin að hafa áhyggjur af sjálfri mér. Mér finnst ég eyða alltof miklum tíma í það að hugsa um það sem mun gerast í framtíðinni og eyða nútíðinni eintómar áhyggjur. Ég hef verið mjög heppin að því leiti að enn sem komið er hefur enginn náinn fjölskyldumeðlimur dáið á mínum 20 aldursárum. En eins og gefa ber, þá eru foreldrar foreldra minna að nálgast þann aldur að maður getur átt vona á slíku án þess að verða hissa. Annar afi minn er komin langt á níræðisaldurinn og búinn að vera ekkjumaður í næstum 50 ár. Hann hefur alltaf búið einn og húkir nú í pínulítilli “geymslukompu” á elliheimili þar sem enginn kemur og heimsækir hann. Hann hefur talað um það seinustu 5 ár að nú sé hann bara að bíða eftir því að fá að kveðja og hitta konuna sína á ný. Satt best að segja skil ég alveg hvernig honum líður, en í eigingirni minni græt ég mig í svefn yfir því að nú fari að koma að því að hann kveðji þennan heim. Þar sem ég bý mjög langt frá honum eins og er, mun ég ekki geta heimsótt hann fyrr en um jól og ekki er það til að bæta upp áhyggjurnar ef hann skildi nú deyja áður en ég næði að kveðja hann! Ég get sagt það með sönnu að ég eyði eflaust 3-4 kvöldum í viku í það að gráta ofaní koddan minn yfir því að hann muni deyja.
Ég stend mig líka oft að því, þegar ég ligg og kúra með unnusta mínum að í stað þess að njóta þess að hafa hann hjá mér, er ég að hafa áhyggjur af því hvað ég muni gera ef hann myndi deyja frá mér, kannski langt um ævi fram eins og amma. Ég held ég myndi hreinlega ekki meika það.
Fjölskyldan fékk bók um síðustu jól sem hét “Lystin að lifa, lystin að deyja” og ég manaði mig oft upp í að reyna að lesa þessa bók. En af einskærri hræðslu við það sem stæði skrifað í henni fékk mig til þess að koma mér undan því í hvert skipti.
Það sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ég sé ósjálfrátt að undirbúa mig andlega undir það að náinn ástvinur mun deyja með því að venja mig við þá tilhugsun eða er ég hreinlega móðursjúk?
Kveðja
Lambið