Ég ákvað að skella saman smá grein um átraskanir. Það er varla hægt að ímynda sér hversu margir berjast við þetta.
Ég hef komist að því að hlutirnir lagast ekki með því að breyta ytra útliti, en að komast að því hver þú ert getur verið ein leið til þess að leysa vandamál. Einn dagur getur breytt lífi manns, jafnvel ein sekúnda, þú finnur breytinguna kannski ekki samstundis, en með tímanum muntu gera það. Lífið kemur illa fram við alla á einhverjum tímapunkti og að standa á móti kreppunni og vinna á henni er yfirleitt eina leiðin til að komast út. Það sem er mikilvægt er að læra af reynslunni og halda áfram. Í mínu tilfelli munu minningarnar sitja í mér að elífu. Líkamlega breyttist ég, andlega var ég í baráttu í yfir 3 ár og er það enn. Ég veit að allt lagast á endanum… en hversu lengi þarf ég að bíða ?
Föstur, uppköst, sjálfshatur, allt þetta á það sameiginlegt að vera partur af búlemíu. Þó er þetta hvorki anorexía eða búlemía. Átröskunin verður að lífstíl, brýtur sálina niður, þar til ekkert er eftir nema líkaminn sjálfur. Búlemía sýnir enga miskunn, engan skilning, enga samúð. Hún verður vinur þinn , á sama tíma helsti óvinur huga þíns. Hvernig kemstu í burtu frá óvini, þegar óvinurinn ert þú sjálfur? Tekur á því. Takast á óvini þínum er eina leiðin til þess að endurheimta sál þína og anda. Ég veit það, ég sigraði eigin óvin.
Föstur, uppköst, sjálfshatur, allt þetta á það sameiginlegt að vera partur af búlemíu. Þó er þetta ekki búlemía. Átröskunin verður að lífstíl, brýtur sálina niður, þar til ekkert er eftir nema líkaminn sjálfur. Búlemía sýnir enga miskunn, engan skilning, enga samúð. Hún verður vinur þinn, á sama tíma helsti óvinur huga þíns, Hvernig kemstu í burtu frá óvini, þegar óvinurinn ert þú sjálfur? Tekur á því. Takast á óvini þínum er eina leiðin til þess að endurheimta sál þína og anda. Ég veit það, ég sigraði eigin óvin.
Ég man ekki hvers vegna ég byrjaði, það var ekki beint meðvituð ákvörðun, en ákvörðun engu síður. Þetta varð að prófi, enn eitt takmarkið til að ná. Ef ég gæti komist áfram án þess að enginn tæki eftir, væri ég ofurkona, sterk og mjó. Ég var bara lítil stelpa, 13 ára gömul, sem gat ekki borið heiminn á herðum mínum. Systkini mín voru bæði þunglynd, ég mátti ekki sýna vanlíðan, þeim gæti þá liðið enn verr.
Ég fann huggun í því að geta stjórnað matnum sem fór ofan í mig.
Ég prófaði mig áfram, hvað er auðvelt að kasta up og hvað er hræðilegt að kasta upp. Hvað má ég gera, hvað má ég ekki ? Fór að hugsa upp afsaknir til að nota, til þess að komast hjá því að borða. Smám saman náði búlemían 100% tökum á mér. Ég var þræll.
Þetta byrjaði bara rólega, kastaði einungis upp tvisvar í viku upp. En þetta varð meira og meira. Ég faldi morgunmatinn minn og henti honum þegar enginn sá til. Ég borðaði aldrei í frímínútum og aldrei hádegismat. Ég gat ekki kastað upp í skólanum, og þess vegna sleppti ég því að borða þar. Þegar ég kom heim úr skólanum var svo mikil freisting að borða allt sem til var. Stundum gerði ég það, en í staðinn eyddi ég öllum kröftum sem ég átti í að æla í klósettið. Hérna var ég orðin 14 ára stelpa, með ekkert sjálfsálit, sem heyrði alltaf sömu röddina segja mér að ég væri feit. Ég var allt annað en feit þegar að þessu var komið, og sé núna hversu brengluð ég var orðin.
Ég varð fljótt sérlega klár í að sýna engum að ég ældi öllu því sem ég borðaði. Ég borðaði ekki neitt á milli þess sem ég tók “átköst”, sem þó urðu minni með tímanum. Ég var í algjöru svelti þar á milli. Þrátt fyrir að ég kastaði frá mér ráð og rænu, þá sá vinkonan til þess að ég fengi samviskubit. Þarna byrjaði ég að refsa mér á enn frekari hátt. Ég byrjaði að skera mig, fara í ískaldar sturtur þar til tennurnar glömruðu, til þess að taka dæmi. Það var ekki nóg, ég bætti við æfingarnar. Ég æfði fimleika 5 sinnum í viku og djassballet. Ég hljóp annan hvern dag, gerði þrek heima og labbaði endalaust í hringi í herberginu mínu af því ég þurfti hverja stund til þess að brenna.
Mér var kalt öllum stundum og skalf oft óstjórnlega . Hjartað mitt sló annað hvort á milljón eða varla neitt. Hálsinn og kokið var allt í sárum og ég gat varla kyngt. Á hverjum morgni vaknaði ég eins og ég hefði sandpappír í hálsinum. Ég hætti á blæðingum. Hárið á mér féll af. Neglurnar mínar voru ógeðslegar og augun stóðu út. Ég er með ör á hnúunum eftir að troða höndinni upp í mig. Mig svimaði stöðugt og gat varla staðið í fæturnar. Ég klæddist alltaf víðum fötum, engin mátti sjá hvernig ég leit út. Ég hélt dagbók, sem skráði allt sem ég borðaði, með ráðum, refsingum og öllu. Ég marðist auðveldlega, var oft bólgin í andlitinu. Var með hræðilegar skapsveiflur og minnisleysi. Ég var orðin grá og föl, og farin að kasta upp blóði en samt gat ég ekki hætt. Þetta var dópið mitt, að vera svona yndislega tóm, bældi sársaukann. Þessu gat ég stjórnað.
Ég var að deyja
Ég var að berjast fyrir lífi mínu
Ég var með átröskun
Það er ekki hægt að lýsa því sem maður gengur í gegnum. Sjálfshatrið, lygarnar, tómleikinn, enginn sem hefur ekki persónulega reynslu, getur ekki sett sig í þessi spor. Það eru ekki til nógu stór orð sem gefa sjúkdómnum nægilega góð skil.
Ég hef núna verið nokkra mánuði í meðferð. Þetta er barátta á hverjum degi. Mig langar til þess að lifa án þess að vera í ótta. Sénsinn.
Það sem einkennir búlemíu, er að borða mjög mikið og losa sig svo við það. Þetta er meira en það. Búlemía grennir mann ekki endilega, margir fitna. Þetta er persónulegt víti. Þessi ár, sem hefðu getað orðið eins hamingjurík og hjá krökkum í kringum mig, voru tekin frá mér. Þessi sjúkdómur gefur engum grið.
Í dag er ég næstum sautján ára. Sé ég eftir þessum tíma? Nei. Þetta styrkti mig, og ég mun gera allt til þess að falla ekki enn eina ferðina.