Sko..Ég held að það sé eitthvað að hjá bestu vinkonu minni. Hún er 180 á hæð, s.s. mjög hávaxin, rosalega falleg og er svona c.a. kannski 70 kóló. Bara meðalmanneskja, heillandi og vel vaxin.

Núna undanfarið síðan hún komst í framhaldskóla, þá hefur allt breyst. Hún er í eylífri megrun. Hún er borðar alltaf bara skyr.is og hrökkbrauð og ekkert annað. Hún er farin að detta í sundur. Hún er alltaf í þreki og hún er alveg obsest af þessu öllu saman, jaðrar við geðveiki

Hún er í einhvernvegin svona prógrami sem hún borðar lítið alla vikuna og borðar svo geðveikt mikið einn dag í viku. Svo stundum, þá förum við á rúntinn og hún fer kannski 3 eða 4 í sjoppu og kaupir sér nammi. kók, súkkulaði, bland í poka, bragðaref og margt fleira á svona 1 - 2 klukkutímum það er stundum ótrúlegt hvað þessi manneskja getur innbyrgt mikið nammi. Og hvað veit maður þegar hún kemur heim til sín! Ælir hún þá eða?
Líka um daginn, þá sá hún ROSALEGA feita stelpu (svona 120 kíló) og hún spurði í alvöru “er ég eins og hún” og benti á feitu stelpuna!!! Þá fannst mér þetta ekki fyndið.

En ég veit ekki hvort þetta sé einhver einkenni af anorexíu eða einhverju svoleiðis. Ég er ekki mjög fróð um anorexíu eða búlimíu.
En veit einhver hvað ég á að gera? Á ég að tala við hana? Senda hana til sálfræðings eða eitthvað? Ég er ráðalaus!!!
Plís hjálp… ég veit að svona hættulegir sjúkdómar geta dregið mann til dauða! En ég þekki ekki einkennin.

Með fyrirfram þökk
Siggagumm
Kveðja Sigga