Undanfarna mánuði jafnvel ár hef ég oft verið að fá höfuðverki, í fyrstu taldi ég það ekkert merkilegt og mér var bennt á að verið gæti að þetta stafaði af því ég þyrfti gleraugu þar sem ég væri orðin aðeins nærsýn og það er víst algeng orsök að fá höfuðverk. Ég trassaði þá ábendingu í nokkur ár en ákvað á endanum að láta undan þar sem höfuðverkirnir voru orðnir hrikalegir, mér leið eins og það væri alveg svaðalegur þrýsingur á höfðinu eins og það væri á leiðinni að springa inn í sjálft sig, en allt kom fyrir ekkert og gleraugun bættu enganvegin höfuðverkina.
Ég fór að verða slöpp ásamt höfuðverkjunum og vildi helst liggja bara upp í rúmi í myrkri og þögn þannig að mig fór að gruna að ég væri með mígreni og bara námsleið þannig að ég ákvað að taka mér smá frí frá námi. Vikurnar liðu og ég fór að verða verri með hverri vikunni sem leið og höfuðverkirnir stóðu yfir í lengri tíma en nokkru sinni fyr þ.e. í kringum viku í senn og oftast var bara 1-3 dagar þar til næsta kast fór að kræla á sér, ásamt höfuðverkjunum fór ég að upplifa svima tilfinningar, hálfgert einbeitingarleysi, almenna þreytu og var jafnvel hálf önug, sérstaklega í kringum móður mína, og oftast er ég sem ljúfust akkúrat við hana (bendi á að ég bý hjá hvorugu foreldrinu).
Einn daginn var ég alveg uppgefin og ákvað að reyna að sofa þetta af mér, en þá kemur parturinn sem er virkilega að trufla mig, ég hálf rumskaði við mér og var eitthvað skrítin í höfðinu, fann svona einhverskonar taktfasta dofa tilfinningu yfir höfðinu ásamt taktföstum kippum í vinstri hálsvöðva að ég held, heyrnin var eins og ég væri með hellur fyrir eyrunum og þegar að kippirnir komu ásamt dofanum í höfðinu þá heyrði ég einhverskonar þrýstingshljóð (eins og ef maður er með hellu og strekkir eins og maður getur á hálsvöðvunum nema bara mikið hærra hljóð einhvernegin) síðan man ég að ég tók eftir að kærastinn minn var þarna inni í herbergi að hengja upp þvott að ég held, var bara ekki beint að einbeita mér mikið að því hvað var á seiði í kringum mig, síðan sofnaði ég á endanum og vaknaði svo upp og mundi eftir þessu skömmu síðar og leið hálf óþæginlega í höfðinu.
Ég hef oft lent í því að vera vakin upp úr svefni, t.d. með símtali, svo mjög stuttu síðar sofna ég aftur og þegar ég vakna svo almennilega þá man ég alls ekki hvort mig var að dreyma atburðinn eða hvort hann hafi virkilega verið að gerast, öll þannig tilvik hafa þó eins og ég best veit verið ekta, þess vegna er þetta að valda mér hálfgerðum áhyggjum…. var þetta í raun að gerast? Var þetta flog? Gæti þetta verið heilaæxli? Eða var þetta bara skrítinn draumur…. Ég hef upplifað þetta áður samt og hélt þá að þetta væri draumur og var þessvegna ekkert að hafa áhyggjur en nú þegar þetta gerðist aftur þá veit ég ekki alveg hvað ég á að halda.

Held að ég gæti verið með blóðleysi og það myndi útskýra höfuðverkina og svimann, en ég get ekki séð að það myndi útskýra flogakast…
Talaði við lækni í sambandi við blóðleysið og er á leiðinni í blóðprufu en ég nefndi þó ekki við hann um hugsanlegt flogakast… fannst það eitthvað hálf langsótt ef þetta væri bara draumur þar sem ég fann ekkert um þessa tegund floga á netinu :S

Ef einhver hefur lent í svipuðu eða hefur sterkan grun hvað þetta er endilega skrifa svar við þessu og takk fyrir að lesa þetta allt :S
SDÓ