Aukinn notkun svefnlyfja og róandi lyfja er áhyggjuefni ekki hvað síst vegna þess að komið hefur í ljós að ekki finnast á því skýringar hvers vegna unglingar hafa undir höndum slík lyf.
Notkun á Ritalíni hefur margfaldast að öllum líkindum vegna síaukinna greininga og meðferðar á hegðunarvandkvæðum á unga aldri ? Er sú aukning sjálfsögð og eðlileg, í ljósi talna, eða kann svo að vera að hér líkt og í Bandaríkjunum kunni að hafa verið farið gert of mikið af þvi að greina vandamál og meðhöndla með lyfjum eingöngu án umhugsunar um aðrar mögulegar úrlausnir ?
Í minum huga er ljóst að lyfjanotkun er að hluta til úr hófi fram, og flokkast sem tæknilausn tímaskorts, sem aftur kostar alla allt of mikið.