Ég hef tekið eftir því að mikil lyftingavæðing hefur verið að undanförnu. Það fara allir út í Gym að pumpa og auðvitað er mjög mikilvægt að gera þetta rétt. Ég hef reglulega farið að lyfta og það neitar að klikka, alltaf sér maður einhverja pappakassa sem eru að hamast við að lyfta og eru bara að gera það kolrangt, því hef ég hér ákveðið að stíga inn og hjálpa þjóðinni að lyfta.

Það er ágætt að byrja á því að finna sér góðan tíma til að byrja á þessu og gera þetta reglulega. Ég fer til dæmis annan hvern morgun kl hálf sjö út í gym og lyfti eftir plani sem ég hef sjálfur gert. Nú hef ég klárað mánuðinn og árangurinn lætur ekki á sér standa, ég er orðinn talsvert stæltari og vöðvar eins og magavöðvar og kálfar eru orðnir 120-130% þolnari.
En með þessu er ég orðinn mun skýrari í hugsun, geri betur í skólanum (þess má geta að kvöldið fyrir æfingar fer ég að sofa 10 til hálf 11, það að geta ekki haldið augunum opnum í skólanum daginn eftir er ekki að koma sterkt inn.) og er orðinn agaðari og jákvæðari í hugsun.

Að lyfta rétt.

Eins og ég hef sagt þá bregst það ekki, hvar sem maður kemur inn eru menn að lyfta rangt, nú get ég ekki farið í gegnum hverja einustu æfingu með fólki, heldur reyni ég aðeins að fara í gegnum það sem fólk þarf að vita. Að sjálfsögðu er svo hægt að kynna sér þetta allt á netinu eða í gegnum bækur.

Varðandi handlóð þá er mjög mikilvægt að vera ekki að lyfta of þungt þegar fólk er að byrja. 70 kíló meðalmaður fer til dæmis ekkert inní gym, tekur 30 kílóa handlóðin og gerir axlarpressur. Þannig fólk er að biðja um meiðsli.
Skiljið bara egóið eftir heima hjá ykkur þegar þiði farið út í gym, jafnvel þótt að vinir ykkar séu þarna að lyfta meira en þið.
Annað varðandi handlóðin er að vera ekki að sveifla þeim mikið. til dæmis í axlarpressu, þá þurfið þið að byrja með lóðin niðri, lyfta þeim upp jafnt og rólega, láta þau svo síga hægt og rólega niður og leyfa þeim alveg að stoppa áður en næsta lyfta verður tekin.

Þegar fólk fer að lyfta á stöngum, tildæmis réttstöðu, hnébeygju eða bekkpressu, er ágætt að byrja á að hafa þetta í vél. Með því móti er miklu meðfærilegra að nálgast þyngingar og fleira þar sem þú getur alltaf bjargað þér í vél án þess að hafa hjálpara. Eins og með allar æfingar þá, ekki lyfta of þungt. Ef þú labbar inn (enn og aftur miða ég við 70 kílóa manninn), tekur 40 í bekk 6 sinnum og hættir svo, þá þarftu ekki að vera jafn hræddur um að það verði hlegið af þér eins og ef þú setur 65-70 kíló, missir stöngina, lóðin detta af og fleira. Það er margt fyndið í þessum heimi og þetta er eitt af því.

Varðandi lyftingar á fótum þá þarf yfirleitt ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af því að meiðast þar sem þú ert nánast alltaf í einhverri vél þegar þú gerir fótaæfingar. En að sjálfsögðu er best að hafa varann á og auðvitað er hægt að meiða sig í þessu. Það sem þarf að vara sig á varðani lyftingar á fótum er aðallega að svindla ekki á sjálfum sér og gera bara hálfa æfinguna, til dæmis með því að “swinga” lóðunum. Stoppið frekar og látið fæturna taka á móti. Ef rétt er að farið t.d varðandi lyftingar á lærum er mikil hætta á því að það kveiki gjörsamlega í lærunum á þér. Sem er gott.

Varðandi reps (hversu oft þú gerir lyftuna) er ágætt fyrir mann sem er að reyna að brenna fitu eða fá gott þol í vöðva að taka létt lóð 15-20 sinnum, t.d 30-40 kíló í bekk 15 sinnum. Fyrir mann sem vill alveg verða sterkari, en vill fyrst og fremst til að það sjáist að hann sé að lyfta, er mjög gott að taka aðeins þyngri lóð (t.d 55-70) 7-10 sinnum. Þá brennir hann minni fitu en byggir upp meiri vöðvamassa og eyðir meiru orku í loftfirrta kerfinu.
Svo maður sem er helmassaður en er að verða sterkari er gott að lyfta mjög þungu 3-5 sinnum. Þetta eyðir nánast bara orku úr loftfirrta kerfinu og hefur litla sem enga fitubrennslu í för með sér.

Smá mataræði og fæðubót.

Ef þú heldur að þú sjáir árangur bara með því að lyfta 3-5 sinnum í viku og hugsa svo ekkert meira um það þá hefurðu rangt fyrir þér.
Fyrir menn sem eru að fara að brenna af sér fitu er langbest að fara snemma á morgnanna, éta kanski einn banana fyrir bara til að koma brennslunni í gang og svitna svo í klukkutíma eða svo.
Menn sem eru að reyna að byggja upp vöðvamassa þurfa hinsvegar að hugsa allt öðruvísi. Þeir þurfa að auka hitaeiningafæðu sína umtalsvert til að eiga efnivið og orku til að byggja upp líkamann. Ég hef það tildæmis fyrir vana að borða nokkur kex og líter af mjólk fyrir svefninn, borða svo vel fyrir æfingu, einn banana og eina skyrdollu, kem svo heim, skelli í mig einhverju úr blandaranum, t.d frosin ber, kiwi, banana og epli, auk 250ml af ávaxtasafa. Auk þess borða ég svo eina dollu af skyri og einn disk af morgunkorni.
Þegar ég kem í skólann er ég yfirleitt orðinn svangur um tíu leytið, þá fæ ég mér einn banana eða epli sem gerir nóg þangað til kemur að hádegismat.

Fæðubótarefni eru mjög mikilvæg fyrir þá sem eru að lyfta til að verða massaðari. Það er endalaust til af efnum og hægt er að skoða þau á www.eas.is
Þarna versla ég alltaf því að ég veit að þetta er allt viðurkennt og þetta er að hjálpa mér.
að lokum ætla ég aðeins að fara í gegnum helstu efnin.

Mysuprótein e. Whey protein.

Mysuprótein er að seljast rosalega vel í dag, enda er það langbesta próteinið sem völ er á í dag.
Jónaskipt mysuprótein hafa líffræðilegt gildi upp á BV=157 á meðan eggjahvíta hefur ekki með nema BV=83.
Varðandi eiginlega þessa ágæta próteins þá lækkar það kólersteról meira en önnur prótein, styrkir ónæmiskerfið og veldur meiri fitubrennslu en önnur efni. Þannig að ef þú ætlar að nota þessa eiginlega, kauptu mysuprótein. (http://www.fitnesssport.is/index.php?option=com_content&task=view&id=45&Itemid=48)



Kreatín.
Kreatín hefur ávallt farið illa á orðum lyfjadómara og annarra manna. Fólk hefur reynt að banna þetta árunum saman en það er ekki hægt þar sem að líkaminn framleiðir sjálfur efnið í talsverðum mæli.
Kreatín (Fosfór kreatín) gefur frá sér fosfór sem viðheldur ATP [sem er adenosínþrífosfati] birgðum líkamans. Þetta er mjög mikilvægt því þegar orkuefnið ATP er brotið niður í vöðvum líkamans gefur það frá sér orku sem við notum til að hreyfa okkur. Við venjubundna áreynslu hefur líkaminn tök á að sinna ATP þörf sinni en þegar áreynslan er veruleg, eins og í spretthlaupi eða þungum lyftingum, þá tæmast ATP birgðir vöðvanna að vissu marki og styrkurinn minnkar. [Varla þarf svo að taka fram að kreatín gerir ekki neitt fyrir þig ef þú ert í langhlaupum eða einhverjum þannig íþróttum] http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3972



Ég vona að þessi grein hafi hjálpað einhverjum varðandi þetta dæmi, ég vona að ég hafi ekki rangt fyrir mér í neinu og endilega verið gagnrýnin.

Með kærri kveðju: Siggi