Mig langar til að fjalla um reynslu mína á sílikoni. Og ef stafsetningarvillur fara í taugarnar á ykkur skulið þið ekki lesa lengra!!

Allavega þegar ég eignaðist barið mitt lagði ég mikið af meðan það var á brjósti.
og þegar upp var staðið voru brjóstin mín alveg horfin og þá meina A— eitthvað.

Ég var búin að hugsa þetta svolítið en aldrei fyrir alvöru. Því ég hafði alltaf verið mjög mikið á móti svona og já svolítið um fordóma.
þegar maður hefur brjóst getur maður raun ekki sett sig í spor þeirra sem eru svo allt í einu ekki með nein.

Það setti enginn út á það að brjóstin mín væru horfin enda tók eingin eftir því. Góði brjóstahaldarar er til og auðvelt að fela
en það fór alltaf mjög í taugarnar á mér þegar ég kom úr baði eða var að klæða mig upp, og ég bar ekki mikið af þessum flottu kjólum sem ég á.


Ég fór að lesa mig til en sagði engum frá því.
og komst að því að og veit að það fylgir alltaf mikil áhætta þegar manneskja fer í aðgerð
plús það að þegar er verið að setja “andskotahlut”
getur líkaminn hafnað honum.
Getur fengið sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að húð fer að flagan æ er ekki nógu klár á því hvað gerist meir.
Brjóstin geta aflagast eða geirvörtur vísað skatt
hehe svona eins og rangeygð brjóst!

Ég ákvað að ég vildi samt fara í þetta eingöngu fyrir mig sjálfa, get ekki sagt að kallinn minn hafi eitthvað verið á móti því en passaði sig samt á að hafa eingin áhrif á mig þegar mér var farið að verða alvara.

Því næsta leitaði ég að lækni og hafði samband við hann.
Fékk viðtalstíma og gerði mér ferð suður.
Hann var mjög hress og greinilegt að hann hafði mjög gaman af vinnunni sinni.
Ég svo sem fræddist ekkert sérstaklega hjá honum en hann skoðaði litlu jullurnar mínar úff
er nú ekki vön að bera mig fyrir framan ókunnan mann og hvað þá að hann í orðsins fyllstu hrærði í brjóstunum á mér.
Ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera en hann var svo eðlilegur og þetta var fyrir honum sem eðlilegasti hlutur í heimi.

Það var ekkert ákveðið í þessari heimsókn en hann sagði mér að hann myndi framkvæma 5 aðgerðir á dag úff 230þ X 5 á dag já hann er alveg að geta lifað.

En svo fékk ég upphringingu um kvöldið og hann sagði mér að það hefði losnað kl 10 morgunninn eftir í Keflavík því að þann daginn yrði hann að gera aðgerir þar.
Vá ég hreinlega stoppaði ég var bærði hrædd og spennt. hrædd við að ég myndi sjá eftir þessu og spennt við að fá gömlubrjóstin mín aftur.

Ég sló til mætt fastandi til Keflavíkur allir voða kommó og yndislegt starfsfólk.
Viktuð og fyllti út blöð
Svo var mér fylgt inn á sjúkrastofu og ég háttaði mig. Í raun vissi ég ekkert ég vissi ekkert hvað eða hversu mikið ég var að fá í brjóstin á mér en ég treysti lækninum 100%

Svo kom hann eldhress ánægður með lífið með svona glanslæknahúfu, spjöllum.Þá kom spurning frá mér hvort myndi ég fá sílikon eða saltsvatns? já honum fannst þetta eðlileg spurning en spurði hvort mynduru vilja Trabant eða Rols Roys? (æ kann ekkert að skrifa það)
þá líkti hann þessum efnum svona saman sílikonið er hágæðahráefni og er náttúrlegt og verður eðlilegra viðkomu. Saltvatnsbrjóst verða oft hörð og ekki nógu falleg í laginu og hann væri löngu hættur að setja þannig, Svo setti hann eitt strik undir hvor brjóst og fór.

Svo beið ég en svo var komið að því.
Ég get ekki líst tilfinningunni en þetta var spennandi/hræðilegt. Þegar ég gekk að skurðaborðinu og lagðist á það og hendurnar stilltar á svona statífum og still þannig að það færi vel um mig. Úff þá var ég stressuð og lét þau vita af því held að ég hafði náð að telja 10,9,8 búm….

Þetta leið voða hratt fyrir mér, þessi eini og hálfi tími minnir mig að hafa verið.
Þegar ég vaknaði var þessi yndislega kona sitjandi við rúmið hjá mér og fór að nudda á mér fæturna og segja mér að hreyfa þær.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir blóðtappa.

Ég fann alveg rosalega til og ég ætlaði aldrei að þora kíkja undir sængina til að sjá brjóstin mín fann að ég var samt mjög bólgin.

Svo var allt eitthvað svo í rólegheitum ég átti bara að láta vita hvenær ég vildi fá að borða og svo þegar ég myndi treysta mér til þess og allt liti vel út mætti ég fara. Ég var svona “eldhress”
hehe Fann samt mjög mikið til.
Þetta var samt besta svæfing sem ég hef á ævinni farið í því mér var ekkert óglatt því ég hef alltaf ælt eftir svona svæfingu.

Eftir að en hjúkkan hafði hjálpað mér að klæða mig gekk ég út hokin í baka.
Ég gat ekki rétt úr mér né var með fullan mátt í höndunum.
Ég mátti ekki fara í bað né sturtu næstu 5 daga en ég sturtað samt á mér neðripartinn og yndislegi kallinn minn þvoði mér með þvotta poka og á mér hárið.
Kallin minn þurfti að hjálpa mér að klæða mig næstu daga og slétta á mér hárið og allt það ég gat ekki lyft á mér höndunum upp, nem mjög stutt.


Það var líka mjög skrítið hvað að vera svona rosalega dofin í brjóstunum og það var alveg í nokkra mánuði sem minkaði smátt og smátt
ÉG gat ekki sagt hvort brjóstið kallinn minn snerti ef ég lokaði augunum.
Ég fékk bakverki og það tók mig 2 vikur að jafna mig en það kom bara svona smátt og smátt.
Ég mátti ekki lyfta neinu þungu og þar af barninu mínu sem mér fannst erfitt.
Mátti ekki stunda neinar líkamsrækt eða íþróttir í 6-8 vikur.
Þó svo ég fyndi svona til var ég svo ánægð að ég var að springa af gleði.

Í dag er allt gróið og ég ennþá að springa úr gleði og auðvitað ógeðslega sexy hehe og það er reyndar svoltið síðan og líkaminn minn hafnaði ekki sílikoninu það tekur 6 mánuði til að vera viss.

En ég mæli ekki með að stelpur fái sér svona áður en þær eignast börn.
Það eru líkur á því að það þurfi að laga þá eftir það því það er alltaf rýrnun á brjóstunum þegar maður er með barn á brjósti.
Það er hægt að hafa barn á brjósti eftir svona aðgerð ef það er sett bakvið vöðvana sem eru í brjóstunum. Það er barninu ekkert hættulegt það virkar eins og að hafa sílikonsnuð.
Það er sagt að maður þurfi að skipta um á 10 ára fresti en já maður getur verið heppin.
Pokarnir geta sprungið ef það er farið í krabbamensmyndatöku á brjóstum.
Svo getur leki komið en á ekki að gersat.

Maður má stunda hvað sem ég allt í lagi að fá högg á sig og þannig þetta á ekki að hefta mann neitt.

Svona er mín reynsla í stuttu máli af þessu.
Datt í hug að setja þetta inn því þegar ég fór í þetta vissi ég í raun ekkert hvað beið mín.

takk fyrir kv Spo
EF getur verið stórt orð