ég er að leyfa mér að starta á þessu umræðu efni aftur og ekki til að skammast en mér finnst það alger óvirðing í fyrri greinin um þetta efni að hún skildi hafa fyrirsögnina þunglyndi er stundum aumingjaskapur það er einfaldlega ekkert í þunglindi sem kallast aumingjaskapur nema þú viljir setja samasemmerki á vanlíðan og leti sem er fáránlegt …en ég ætlaði samt ekki að tala um þetta né fara eitthvað að rífast …vildi bara skjóta þessu inn

En það sem ég ætlaði að tala um var hve margir þjást af þunglindi og myndi gjarnan vilja heyra reynslusögur ef þið eruð haldin þessu !

ég skal byrja : ég hef verið þunglynd frá því að ég var 12 ára þá lenti ég í miklu þunglindi og fór að hafa alvarlegar hugsanir um tilveruna ….ég var að vísu aldrei glaðlynt barn og er ekki mjög happy manneskja í eðli mínu , en síðan þá hef ég fengið köst af og til og nú 19 ára get ég sagt að þetta hefur eyðilagt alveg gífurlega mikið í mínu lífi og valdið því að ég hef dottið mikið úr skóla og vinnu . þunglyndi mitt felur í sér svaka vanlíðan og hræðslu og tilfinningu fyrir tilgangsleysi .

svo er annað sem ég vil spyrjast fyrir um er martraðir … hve margir fá reglulega martraði og hve miklar eru þær ?

Ég hef krónískt martraðir og hef reglulega martraðir stundum á hverri nóttu .Ég hef haft martraðir frá því að ég man eftir mér ,mamma hefur sagt mér að ég átti það mjög oft til að vakna öskrandi og í hysteríu 2 ára gömul, þannig að ég hef vanist ýmsu í gegnum árin en samt martraðirnar eru mis vondar ég hef flokkað í :
1:slæm ,líður illa
2:vond ,dey kannski í draumnum
3:verri, vond tilfinning ,djöflar finnst eins og ég sé föst
4:virkilega slæm svakalega vondar tilfinningar,endurtekningar í gegn og eins og að vera fastur
5:hræðinleg ,upplifi alvöru tilfinningar eins og svakalega sorg eða svakalega hræðslu, vakna sveitt hrædd við að farað sofa á erfitt með að meika daginn því tilfinninginn er lengi að fara og get illa sofnað næstu nótt.

og nei til að svara því sem flestum dettur áreiðanlega fyrst í hug ég var ekki beitt neinni misnotkun eða ofbeldi í æsku.