Heilsusálfræði:
Heilsusálfræði er tiltölulega nýtt fag innan sálfræðinnar. Heilsusálfræðingar notar sálfræðilega þekkingu til að efla heilsu og minnka líkur á sjúkdómum. Önnur viðfangsefni heilsusálfræðinga eru að jafna stöðu fólks í heilsufarslegu tilliti, finna út hverjir eru í mestri hættu að fá sjúkdóma og af hverju. Einnig að finna út hvaða hegðun og reynsla leiðir til góðrar eða slæmrar heilsu, fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk og stuðla þannig að betri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma, kanna hvernig sjúkdómar hafa áhrif á einstaklinga, og hjálpa veikum og dauðvona að lifa betra lífi.

Margir rannsóknarmenn halda því fram að líkamlegir kvillar fólks hafi áhrif á geðheilsu fólks með beinum eða óbeinum hætti. Það eru vísbendingar um að visst neikvætt hugarástand, t.d. þunglyndi og kvíði hafi bein áhrif á framleiðslu stresshormóna.(Neikvætt hugarástand getur haft líkamlegar afleiðingar í för með sér). Því er einnig haldið fram að neikvæða hugarástandið hraði framvindu sumra sjúkdóma, t.d. alnæmi og hjartasjúkdóma. Óbeinar afleiðingar hugarfarsins má t.a.m. sjá á því að þunglyndi getur haft mikil áhrif á líkamlega heilsu fólks, ofát, reykingar, lítil hreyfing og fleira fylgja oft þunglyndinu.
Heilsusálfræðin reynir að hjálpa fólki sem er með óvinnandi sjúkdóma til að lifa eins góðu lífi og hægt er og kennir fólki að líta jákvæðum augum á lífið. Þótt líkamleg heilsa fólks sé ekki í lagi er ekki þar með sagt að sú andlega þurfi einnig að vera í ólagi.

Nokkrar undirgreinar heilsusálfræði:
Klínísk heilsusálfræði: Á rætur að rekja til klínískrar sálfræði.
Almennings heilsusálfræði: Gengur út á það að að kanna orsakir milli sálfræðilegra þátta og heilsu samfélagsins sem heildar og kynna svo niðurstöðurnar fyrir kennara, forvarnarfulltrúa og fleiri sem láta sig heilsu almennings varða. Fagið er einnig tengt farsótta-, næringa- og erfðafræði. Niðurstöðurnar eru oft kynntar til almennings til að vara við ákveðnum heilsufaraldri.
Aðrar greinar eru til dæmis stofnana heilsusálfræði og samfélagsleg heilsusálfræði.
Innan heilsusálfræði eru bæði nýttar formlegar og óformlegar leiðir til að ná fram þeim breytingum sem sóst er eftir. Rannsóknir í heilsusálfræði eru gerðar með spurningalistum, viðtölum, tilraunum og fleiru.

Heilsusálfræðingar taka oft viðtöl við skjólstæðinga sína til að fá betri heildarsýn á heilsu þeirra. Þar eru kannaðar trúarskoðanir, lifnaðarverur, tilfinningalegt ástand, gen og fleira. Sálfræðingarnir nota svo þessar upplýsingar og vinna með með læknum og meðferðarsérfræðingum(þerapistum) skjólstæðingsins. Saman gera þessir sérfræðingar klæðskerasniðna meðferðaráætlun byggða á þörfum hvers einstaklings.

Að vera heilsusálfræðingur:
Aðeins örfáa heilsusálfræðinga er að finna hér á landi. Greinin er ný og fólk verður að læra greinina í útlöndum. Dæmigert starf fyrir heilsusálfræðing er að vinna í tóbaksvörnum og fræða almenning um skaðsemi reykinga.