Ég var að fá uppskrift af alveg svakalegum brennslukúr, með honum ertu að borða mikið þú ert ekki að svelta þig.
Það er tvennt sem þú þarft að passa og það er að halda þér eftir að honum líkur og líka það að svindla ekki því það skemmir bara fyrir.
Þú mátt fara í þennan kúr hvenær sem þú villt því hann er hollur og hreinsar úr líkamanum öll óhreinindi, þetta er vikukúr en þú mátt vera eins lengi í honum og þú villt bara þar til þú ert orðin sátt/sáttur við líkama þinn.
Hér er uppskriftin af honum:
Undirstaðan í þessu er Basis-fitubrennslusúpan, lagaðu nýjan skammt svo oft sem þörf er á. Þú mátt borða eins mikið af súpunni og þú hefur lyst á og svo oft sem þú hefur þörf fyrir. Súpan hefur ekki extra kaloríur. Því meira sem borðað er af súpunni, því meira léttist þú. Ef þú ferð að heiman yfir daginn, fylltu þá hitakönnu af súpunni og taktu með.
Súpa - 10 lítrar.
3 stórir laukar (vorlaukur ef þú átt ekki venjulega)
1 dós tómatar (án híðis)
1/2 hvítkálshöfuð eða toppkál
1 dós grænar baunir
1 kg gulrætur
1 græn paprika
1/2 sellerí
Grænmetiskraftur (best að mæla vatnið sem er sett síðar og nota grænmetiskraft eftir magni)
1 kínversk tómatsúpa (fæst í bréfum)
1 glas tacosósa - caxa fiesta, mild
Grænmeti skorið í teninga, sett í pott og vatn helt útí svo það fljóti yfir. Kryddað með salt, pipar, karrý, steinselju og örlitlu af sterkri sósu (t.d. chilisósu).
Súpan soðin við háan hita í 10 mín. Hitinn lækkaður og súpan látin malla þar til grænmetið er orðið mjúkt.
Ef súpan er borðuð ein og sér (ár eftirfarandi), færðu ekki öll þau næringarefni sem þú hefur þörf fyrir.
1.dagur: Allir ávextir, fyrir utan banana. Borðaðu bara súpu og ávexti þennan dag. Drikkir: ósætt kaffi eða te, trönuberjadjús eða vatn.
2.dagur:Allt grænmeti. Borðaðu þig metta/n af allskonar hráu grænmeti. Prufaðu að borða grænt salat (án dressingar), og haltu þér frá þurrkuðum baunum, ertum (ærter) og mais. Borðaðu grænmeti ásamt súpunni. Við kvöldmat þennan dag, skalltu verðlauna sjálfan þig með einni stórri kartöflu með smjöri. Borðaðu enga ávexti þennan dag.
3.dagur: Borðaðu eins mikið af súpu, ávöxtum og grænmeti og þú hefur lyst á. Enga bakaða kartöflu.
Ef þú hefur fylgt leiðbeiningunum þessa þrjá daga án þess að svindla, ættir þú að hafa lést um 2 1/2 - 3 1/2 kg.
4.dagur: Bananar og undanrenna. Borða 8 banana og drekktu mikið af vatni þennan dag með súpunni. Bananar og mjólk hafa margar kaloríur og kolvetni. Einmitt þennan dag hefur líkami þinn þörf fyrir kalíum, kolvetni, prótein og kalcíum til að minnka þörfina fyirir sætindum.
5.dagur: Nautakjöt, kjúklingur eða fiskur og tómatar. Svo mikið sem 3-400 gr. kjöt og 1 dós tímatar eða 5 ferskir í dag. Drekktu ekki minna en 6-8 glös af vatni til að skola þvagsýruna út úr líkamanum. Borðaðu minnst einu sinni súpu í dag.
6.dagur: Nautakjöt og grænmeti. Borðaðu allt það neutakjöt og grænmeti sem þú hefur lyst á í dag. T.d. 2-3 steikur ásamt grænu salati - en enga bakaða kartöflu. Borðaðu minnst einu sinni súpu í dag.
7.dagur: Brún hrísgrjón, grænmeti og ósætt ávaxtadjús. Borðaðu eins mikið og þú hefur þörf á. Borðaðu minnst einu sinni súpu í dag.
Ef þú hefur enn ekki svindlað með kúrinn, ættir þú eftir 7.dag að hefa lést um 5 - 8 1/2 kg.
ÞÚ MÁTT EKKI DREKKA ÁFENGI Á MEÐAN Á KÚRNUM STENDUR OG EKKI INNAN 24 TÍMA EFTIR AÐ KÚRNUM LÍKUR.