Kollvikin mín byrjuðu sennilega að hækka um 18 ára aldur. Ég tók nú aldrei eftir því sjálfur, sennilega vegna þess hversu oft ég sé sjálfan mig og hve hægt þetta ferli er. Það var ekki fyrr en upp úr tvítugt sem ég fór að taka eftir því að það urðu óvenjulega mikið af hárum eftir í baðkarinu. Ég í minni afneitun vildi ekki takast á við þetta og horfast í augu við það að hárið mitt væri að þynnast. Tíminn leið og þegar ég varð 21 byrjaði ég að fá skot frá vinum mínum að ég væri að fá skalla.

–>Ég að fá skalla, glætan, um hvað voru þeir að tala??

Ég ákvað að athuga þetta nánar. Ég leit í spegilinn og jú, ég var kannski með soldið há kollvik, en ekkert rosaleg. Svo tók ég annan stærri spegil og leit ofan á höfuðið. Nei vá. Það var virkilega farið að þynnast! Mér var mjög brugðið. Ég ætlaði ekki að trúa því að ég rétt rúmlega tvítugur væri að fá skalla.
Eftir að hafa melt þetta í nokkurn tíma ákvað ég að athuga hvað væri hægt að gera í þessu máli. Ég fór á www.netdoktor.is og leitaði svara. Þar fann ég að til væru skalla lyf. Propecia og Regaine. Eftir að hafa lesið mig til um lyfið Propeica sem er lyfseðilskylt, fékk ég tíma hjá heimilislækni og hann staðfesti það að myndun skalla væri hafin hjá mér. Propecia er í pilluformi og er tekið inn einu sinni á dag. Á meðan Regaine er í vökvaformi og þarf að bera á hársvörðinn á hverjum degi. Ég valdi þæginlegri kostin Propecia. Þetta er mjög dýrt lyf. Mánaðar skammtur kostar í kringum 5.000.kr á mánuði. Það tekur á að þurfa borga svona mikið í lyf í hver mánaðarmót, en það venst eins og td. að þurfa að borga bíltryggingar. Núna næstum einu og hálfu ári seinna verða nánast engin hár eftir í baðkarinu. Þetta lyf er greinilega að virka hjá mér. Ég er ennþá með há kollvik, en hárið er farið að þykna frekar en þynnast að ofan þannig að lyfið er greinilega að hægja á skalla ferlinu.

Þið sem eruð byrjaðir að missa hárið, endilega kynnið ykkur þetta lyf. Því fyrr, því betur virkar lyfið!

http://www.doktor.is/lyf/lyf.asp?id=3566&firstletter=P&framl=&lysing=&number=&innih=&leit=

Gangi ykkur vel!