Grípandi titill? Fyrst að ég hef gripið ykkur svona glóðvolg ættu þið kanski að lesa hvað stendur hérna fyrir neðan.
Mitt eigið álit, getiði breytt því ? Er það slæmt eða vont! Rangt eða Rangara? Eða kanski hvorugt?
ég sækjist svaka í svona partý líf. Aðalega því það er ólöglegt og gaman. Ætli ég mundi missa mig ef að lækkun yrði á áfengis aldri niður í 16 ára? Líklegast mundu allir unglingar missa sig þar á meðal ég, En eftir smá tíma mundi ég hætta að hugsa út í þetta ! ég meina þá yrði þetta ekki eins spennandi fyrir mig því þetta væri orðið svo sjálfsagt. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bera rök fyrir máli mínu, Enda glataður í rökræðum. Mér finnst þetta eitthvað svo arsnalega að vera að líta á áfengi sem eitthvað eiturlyf, Danir og austuríki eru með þessi 16 ára aldurstökmörk ekki eru þeir að eitra fyrir unga fólkinu! Samt blossa þar líka upp áfengis vandamál Þar á meðal ofdrykkja,margir teknir fyrir ölvunarakstur og margt fleirra. Gæti það kanski verið út af því að Börn þar eru ekki undirbúin undir drykkjuna Hugsa þau kanski þegar þau verða 16 ára “Jeijj ég má drekka! Förum á svaka fyllerí um helgina og dettum sóðalega í það!”
En eins og ég veit best um mig þá snýst þetta allt um sjálfsaga. Þetta er ekkert svo slæmt ef fólk kann að höndla Drykkju, það er alltaf verið með eitthverjar afskaplega leiðinlegar forvarnar kennslu og leiðinlega flytjendur! Bubbi var nátturulega algjört beib þegar hann stóð í þessu með forvarnir(veit ekki hvort hann gerir það enn), Hafði kanski haft áhrif á mann ef hann hefði eitthverntíman komið og útskýrt hvernig málum hann var einu sinni í(hann talaði samt aldrei um drykkju held ég). En í staðinn fyrir svona ofurhetju kemur eitthver 35-40 ára leiðinlegur kall að upplýsa mann og svo auðvitað kennari mans, eld gamall og leiðinlegur að koma með eitt af sínum fyrirlestrum! það heyrist bara alveg eins og vanalega í eyrunum á mér “blablablabla” svo fylgdu alltaf sprurningar með, ég rétti upp hönd! hann segir: ,,já piTTbuLL?“ ég segi: ,,Er þetta ekki að vera búið?” kennarinn verður rauður í framan og rekur mann út fyrir ókurteisi! Meina hvað get ég gert í þessu ? kennari sem vill hafa áhrif á mann verður allavega að vera svona 10-15 árum Yngri en þessi skröggar, sumum ykkar finns 35-40 ekkert gamalt, en þá á aldrinum 12-15 er það gamalt hjá mér var það hinsvegar þannig . hann/hún gæti allaveg haft áhrif á mann ef hann væri barn/unglingur í sér. Ég nenni ekki að hlusta á svona gamla skrögga eða herfur sem eru enþá að væla yfir kennaraverkfallinu sem fór útí vaskin. Það er að segja hjá þeim,grút töpuðu. Þó þetta hefur verið svona í nokkur ár, þá versnuðu kennarar eftir þetta verkfall. En eins og ég var að segja ef eitthver vill ná minni atygli verður hann að vera VERULEGA skemmdur eða skemmtilegur og í leiðinni alvarlegur og ungur(þá er ég að tala um forvarnarmennina), Næst Geng ég út!
Ég hló stundum af Auglýsinguni á strætóum “ Foreldrar eru besta forvörnin!” Svo þegar ég hugsa útí það núna þá er þetta dag satt! Sumir foreldrar eru samt illa á sig komnir í samfélaginu alkólistar,peningalega og í ýmsu öðru.en þar sem eitthver hefur svona foreldra (sem ég vona að hann hafi nú ekki),hefur hann bestuforvörnina fyrir framan sig og getur sagt: ,,Svona vill ég ekki vera þegar ég verð fullorðinn“ Hristir hausinn og stappa í sig kjarki ,,Drukkinn á miðvikudegi!” Þessi foreldri gæti ekki kennt mér að drekka er það? Jú hann gæti kennt mér að drekka ekki eins og hann,. En það sem ég er að fara er þetta með 16 ára lögdrykkjualdurinn, er að foreldrar eru bestu forvarnirnar. Þeir eru manneskjurnar sem geta kennt manni að drekka?
Ég vill að fólk hugsi aðeins um þetta því ég set nú spurnigar merki við það sem ég sagði í síðustu greinaskilum, jafnvel komið með betri rök eða ítt undir mín. Ég vill samt ekki að þið spurjið mig útí þetta því ég vill halda mér mest frá rökræðunum eins og mögulegt er,enda eins og ég sagði ekkert góður í þeim.
Er þetta bull og vittleysa hjá mér? Myndi það ekki létta á lögreglumönnum ef svona yrði sett í lög? Takið sem dæmi um 2 seinustu menningarnóttir. Lögreglan gat ekkert gert! Hvaða afleiðingar góðar og slæmar gæti þetta haft í för með sér ?
[ætla líka taka það fram að ég neyta aðeins áfengi]
/skítköst eru velkominn! Ef hann hefur rök fyrir því og hugsar um hvort hann gæti skaðað mannorðið sitt hérna á huga! Þroskinn er við hendi\
“takk fyrir mig”