1. Þú berð saman ofnotkun á áfegni við “væga” notkun á marjuana, frekar væri að benda á þá sem virkilega sökkva sér í þetta grass ef þú ætlar að vera trúgjarn
Það er engin ofnotkun á marijuana, þú getur ekki tekið of mikið. Vísindamenn hafa þegar sannað að það er engin möguleiki á því vegna þess að aðstæðurnar þar sem þú færð of mikið THC geta einfaldlega ekki átt sér stað.
It is generally considered to be impossible to achieve a lethal overdose by smoking cannabis. According to the Merck Index, 12th edition, the LD50, the lethal dose for 50% of rats tested by inhalation, is 42 mg/kg of body weight. That is equivalent of a 165 lb (75 kg) man ingesting all of the THC in 21 one-gram cigarettes of high-potency (15% THC) cannabis buds at once, assuming no THC was lost through burning or exhalation. For oral consumption, the LD50 for rats is 1270 mg/kg and 730 mg/kg for males and females, respectively, equivalent to the THC in about a pound of 15% THC cannabis.
Það sem textinn fyrir ofan segir er að til þess að taka inn of mikið THC þarf að reykja 21 jónu samtímis án þess að neitt fari til spillis, einnig þurfa þessar jónur að innihalda 15% THC sem er ekki heldur mögulegt!
2. Ríkið eyðir mjög miklu í að halda löggum í vinnu sem eru að handtaka dópistana, hvernig færðu það út að þeir græði?
Með því að innheimta himinháar sektir, sektir sem fara frá því að vera aðeins fleiri tugir þúsunda upp í hundruð ef ekki miljónir króna.
3. Þú ferð ekkert í langtímaáhrifin, eða partin þar sem vefurinn sem myndast í heilanum við intöku fær ekki að eyðast upp heldur hleðst upp
málið er bara að þó þetta séu svipuð efni, þá er runnið af þér dagin eftir með áfengi (well, 2 daga í verstu tilfellunum) en marjuana er þarna í kerfinu amk viku, lengur þetta fær að hlaðast upp.
Þetta er einfaldlega vitleysa. Þegar einstaklingur sem reykir mikið marijuana nær ákveðnu neyslu hámarki fer heilinn að skipta sér af. Heilinn slekkur á þeim stöðvum heilans(þessar stöðvar eru einnig í getnaðarfærum) sem THC hefur samskipti við(cannabinoid receptors.) Eina leiðin fyrir þann sem hefur reykt þetta mikið er að reykja minna, til þess að verða skakkur aftur. “Sometimes less is more.”
Í öðru lagi myndast engin “vefur” í heilanum við reykingu kannabisefna, þetta er bara heimskuleg bábilja sem hefur verið alltof lengi til staðar. Satt er að úrgangsefnin sem líkaminn býr til við neyslu THC setjast í fituvefi líkamans, en ekkert bendir til þess að það sé eitthvað slæmt við það. Það að úrgangsefnin skuli setjast í fituvefina er einmitt ástæðan fyrir því að þau eru þetta lengi(2-3 vikur) að losna úr líkamanum.
Þó svo að þú sért ekki enþá fullur daginn eftir mikla drykkju þá eru enþá úrgangsefni í líkamanum þínum alveg eins og með kannabis. Þegar þú drekkur áfengi bregst líkaminn við harkalega og til þess að vinna á því byrjar hann að brjóta það niður eftir bestu getu. Við þetta myndast fitusýrur sem setjast á taugafrumurnar í heilanum á þér og trufla rafboðin sem þau senda á milli sín. Það er ekkert betra og að nota þessu heimskulegu fituvefja rök sem einhverskonar árás á þá staðreynd að kannabis sé skaðminna en áfengi er bæði heimskulegt, rangt og á sér engan grundvöll í neinni rökræðu.
4. Það eru fleiri vandámál vegna áfengis einungis vegna þess að það eru fleiri sem neita áfengis en marjuana.
Þetta er svo rangt að það er erfitt að lýsa því. Mætti ekki nota sömu aðferð til þess að halda því fram að offituvandamál í heiminum sé orðinn þetta algeng vegna þess að svo margir í heiminum hafi nóg að borða… enda á allt þetta hungraða fólk í afríku ekki við sama vandamál að stríða.
Þetta vandamál er ekki það einfalt, að þú getir alhæft svona, sérstaklega þegar allt sem þú sagðir var rangt.
Vefurinn er það sem er skaðlegt…
Hvaða vefur? Hvað ertu að tala um?
Fituvef?
Vöðvavef?
Kóngurlóavef?
Ég veit alveg hvað þú ert að tala um, það sorglega er að þú veist það ekki!
Bætt við 30. ágúst 2006 - 21:26 Afhverju brýtur fíkniefnaneitandin yfirleitt af sér?
Honum vantar pening fyrir dópinu.
Hvernig breitist það ef þetta verður löglegt?
Fæstir fíkniefna neytendur þurfa að stela fyrir dópi, enda er það fólk ósköp venjulegur miðstéttar almúgi sem notar sinn eigin launapening til þess að versla sér sín fíkniefni. Hver segir annars að fíkniefna neytendur brjóti yfirleitt af sér? Frekar en hvaða hópur af fólki? Skila öll lögbrot af sér pening í vasa dópistans, en ekki venjulegra afbrota manna sem fá engan pening?
Erum við kanski að tala um skipulagðan þjófnað á dýru þýfi til sölu og eða fjármögnun fíkniefnakaupa? Afhverju ætti eitthvað að breytast yfir höfuð, þú er að tala um athæfi sem hefur verið stundað í þessu þjóðfélagi og öllum öðrum í aldana rás.
Þegar einhver ágirnist hlut sem hann hefur ekki efni á þá er tvennt í stöðunni. Safna sér pening/taka sér lán og ræna þýfi eða dópi til skipta.
Kanski erum við kominn með útskýringu á því hvers vegna annarhver íslendingur er drukkna í skuldum vegna kredit og yfirdráttaheimilda! Getur maður ekki sagt að bankarnir séu raunverulegi glæpamaðurinn? Nei, vegna þess að er líka rangt.
Eina leiðing til þess að fækka glæpum vegna fíkniefna er að hljálpa fíkniefna notendum í staðinn fyrir að slumpa þeim saman í einhvern tölfræðilegan hóp fíkniefnaneytenda sem eru einfaldlega allir glæpamenn, en ekki jói í næsta húsi sem þú varst vanur að fara með á róló sem krakki!
Hvaðan kemur þessi fáránlega krafa um það að eina leiðinn fyrir að lögleiðing kannabis efna eða annara fíkniefna megi eiga sér stað, sé að afleiðing þess sé fullkominn paradís á jörðu? Þetta eru einfaldlega draumórar, það er eingin fullkominn lausn.
Vandamálið sem heimurinn horfist í augu við í dag er að við hunsum fíkniefna vandamálið með því a líta undan og gera ekki neitt, á sama tíma erum við að elta upp saklaust fólk og stinga því inn í fangelsi fyrir að fá sér í haus með vinum sínum yfir pizzu og spólu!