Ég var alltaf svoldið bústin krakki, ég gerði ekekrt slæmt æfði fótbolta og handbolta og var að djöflast allan daginn en samt varð ég ekkert mjór. Þegar ég var einungis 11 ára var ég stöðugt að hugsa um leiðir til að grenna mig, ekkert virkaði. Ég var orðinn virkilega örvæntingafullur í byrjun 8unda bekkjar. Þá hófst breytingin. Ég hef alltaf fengið hollan mat heima og aldrei borðað mikið nammi en ég reyndar fékk mér svoldið mikið gos. Í útihlaupum var ég meðal seinustu manna en ég var alltaf góður í fótbolta á öðrum sviðum svo þetta háði mér. Æfingar hjá mér urðu erfiðari og ég fór að stækka mikið sem ég reyndar hafði alltaf gert en nú var ég kominn vel á leið á kynþroskaskeiðinu.
Ég kom mun betur undan vetri. Ég hafði alveg frá unga aldri bætt á mig um jólin og í mánuðunum þar á eftir, en þessi jól passaði ég mig vel og því kom ég ágætlega undan vetri. Ég var hins vegar ekki í neinu spes formi og blés eins og hvalur eftir einn langan sprett. Veturinn sem ég byrjaði í 9unda bekk fékk ég nýjan fótboltaþjálfara sem ég þekkti. Ég hætti fljótlega í handbolta vegna álags í fótbolta (5 æfingar á viku þar af 1-2 útihlaup), ég var náttúrúlega á yngra ári í 3. flokki en ég var samt hættur að vera síðustur í hlaupunum.
Eftir marga spretti mikið þrek, var ég núna farinn að geta gert armbeygjur eitthvað sem ég hafði alltaf strögglað með áður. Ástæðan fyrir því voru að ég var kannski ekki að léttast en ég var að lengjast og styrkjast enda byrjaður í lyftingum samhliða fótbolta á undirbúningstímabilinu.
Þjálfunin var góð og við vorum látnir hlaupa 6 km, svo 8 km og loks einn daginn einhvejra 12 kílómetra. Það var rosalega erfitt en þjálfarinn sagði að nú værum við búnir með þann pakkann að hlaupa langhlaup því þau vigtuðu lítið í fótbolta.
Magaæfingar og bakæfingar voru stór þáttur í þessu öllu og ég þurfti alltaf að leita eftir “six-packinu” undir fitunni en núna var maginn bara nokkuð harður þó ég spennti ekki.
Brekkusprettir voru næstir og ég mæli með þeim fyrir fólk sem vill koma sér í form því þetta gaf og hefur gefið mér ótrúlega mikið.
Píptest var eitthvað sem ég hafði alltaf hræðst en núna fór ég létt með að fá 10 í einkunn sem var upp í 12 og ég hefði getað hlaupið miklu lengur.
En þó ég hafi ekki tekið eftir því hafði ég grennst ótrúlega á þessum tveim árum, ég horfði á myndir af mér þá og núna og ótrúlegur munur. Ég hafði stækkað um 23 cm og þyngst um 4-5 kílo.
Mér var svo sagt af þjálfaranum sem gerði mig mjög glaðan að ég tæki miklum framförum og einnig sagði hann að þegar maður kemst einu sinni í frábært form verður mun auðveldara að komast í gott form seinna á lífsleiðinni.
En formið var ekki aðalmálið, ég var hættur að vera hræddur við að vera ber að ofan hættur við að vera hræddur í prófum í íþróttum og leið almennt betur með sjálfan mig sem hjálpaði mér að einbeita mér betur því þurfti ekki að hafa áhyggjur að einhver segði að ég væri feitur eða gerði grín að mér.
Ég vil einnig benda fólki á það að mitt form kom ekki með mikið breyttu mataræði heldur meiri hreyfingu og meiri brennslu, hjá mér virkaði aldrei að borða minna, en ég borðaði þó alltaf hollt.
Ég þakka fyrir mig og vona að fólk geti lært af minni reynslu!
Rök>Tilfinningar