Halló, langar endilega að deila með ykkur reynslu minni af sjúkdómi sem ég er með. Ég varð fyrst vör við hann í byrjun febrúar, þegar ég sá marga rauða, misstóra bletti á löppunum mínum. Ég hugsaði ekki mikið út í það, fyrr en daginn eftir. Ég fann fyrir ótrúlegum sársaukum í fótunum og ég átti erfitt með gang, að lokum lagðist ég niður á gólfið í skólanum mínum. Ég klæddi mig úr skónum og athugaði löppina, og mér brá heldur betur í brún. Það var komin stór kúla út úr löppinni, ásamt því að röðu blettirnir voru sífellt fleiri og fleiri.

Um kvöldið gat ég alls ekki labbað. Ég lá upp í sófa kveinandi, hef aldrei á ævi minni upplifað jafn mikinn sársauka. Átti erfitt með að sofna, vegna verks í löppunum.
Daginn eftir fór mamma með mig til læknisins niðrí Mjódd. Hann greindi þetta nokkurnveginn, og sendi mig niður á Barnaspítala í blóðprufu, þvagprufu og ýmsar rannsóknir.

Barnalæknirinn sagði mer að ég væri með sjaldgæfan og ólæknandi sjúkdóm, sem mætti alls ekki berast upp í nýru! Líkaminn þurfti að losa sig við hann sjálfur, engin lyf virka. Hann sagði að ég þurfti að vera undir ströngu eftirliti, koma reglulega í þvagprufur og svoleiðis. Einnig mælti hann með að ég myndi bara liggja upp í sófa og slaka á. Enginn skóli, enginn handbolti, ekkert út eða neitt, bara heima.

Sjúkdómurinn heitir Henoch Schönlein. Hann lýsir sér þannig að það er blæðing í meltingarvegi, húðblæðingu á útlimum og bjúgur.

Fyrstu dagarnir voru verstir. Ég sat ein heima mest allan daginn, ég kveið fyrir því að einhver myndi dingla, eða hringja. Það var svo kvalarfullt að standa upp og labba. Ég grét svo mikið í fyrstu, var hrædd um að vera svona í mörg ár. Og um leið og einhver spurði mig út í þetta, þá brast ég bara í grát. Tilhugsunin um að vera með sjúkdóm sem væri ekki hægt að gera neitt við. Að ég þyrfti bara að bíða og sjá hvernig þetta færi.

Þessu fylgdi óreglulegir magaverkar, sem voru sko verri heldur en túrverkir! Og þá er nú mikið sagt, allavega í mínu tilfelli. En jæja, ég fór ekki út eða í skólann í tæplega mánuð. Mætti ekki á handboltaæfingu í tvo mánuði. En núna líður mér vel. Var upp á spítala um daginn, og ég á ennþá eftir að fá úr niðurstöðunum. En vona bara að það komi eitthvað jákvætt úr því :).

En ætla ekki að hafa þetta lengra, bless, bless.

Kv. AllaWhite