Joi Guðni
Fæðubótarefni?
Í dag er hægt að segja að íslendingar hafi aldrei borðað jafn mikið af fæðubótarefnum og fyrr. Þrátt fyrir þetta er offita farið að vera vandamál hér á landi og erum við að fylgja Bandaríkjamönnum eftir í því eins og öllu öðru. Reynar held ég að fólk sem er að borða þessi fæðubótarefni sé oftast ekki fólkið sem er með offituvandamál að stríða. En þar sem að uppásiðkastið hefur sú alda gengið yfir Evrópu að frægir íþróttamenn séu dæmdir í keppnisbann vegna misnotkun lyfja en allir segja þeir að þeir hafi bara verið að nota einhver fæðubótarefni þá finnst mér að það vanti meira eftirlit og fræðslu um þessa hluti hér á landi, hvað þarf maður í raun mikið prótein og þarf maður eitthvað að vera taka inn þessi efni? Forvarnarstarf gegn hlutum eins og Ripped Fuel er líka bara byggt á hræðslu í stað þess að segja fólki viriklega hvað er slæmt við þetta efni og hversvegna það er bannað. Ég sá fyrir þónokkru grein sem var að velta því fyrir sér hvort það ætti ekki að leyfa brennsluaukani efni eins og Ripped Fuel bara til þess að losna við offituna í landinu því að það væri mun kostanaðarsamara vandamál en það vandamál sem kemur af offitu. Mér finnst allavegna sjálfum tími til kominn að ríkið fari að hugsa sinn gang og hafi meira eftirlit með fæðubótarefnum og líka bara útskýri fyrir fólki hvað sé að þeim, halda fræðslufundi á líkamsræktarstöðum er dæmi um það sem myndi líkegast vera til árangurs því þar eru fleistir þeir samankomnir sem taka inn þessi efni.