McDonalds Ákvað að deila með ykkur grein sem ég sá á Mbl.is og jafnframt segja mitt álit.


Sala hjá McDonald's veitingakeðjunni jókst um 6,2% í aprílmánuði og hefur ekki aukist jafn mikið á milli mánaða í meira en ár. Mest er söluaukningin í Evrópu. Í Evrópu jókst salan á McDonald's veitingastöðum sem hafa starfað í 13 mánuði eða lengur um 9,3%. Helsta skýringin eru tímabundið tilboð á nautakjöts- og kjúklingasamlokum í Þýskalandi og Frakklandi. Eins hefur leikur, sem var í gangi í Bretlandi í apríl, mikil áhrif á söluna þar í landi.

Hlutabréf í McDonald's hækkuðu um 44 sent í Kauphöllinni í New York í dag og er verð þeirra nú 35,83 sent á hlut. Hafa þau hæst farið í 36,75 sent á hlut síðustu sex árin.

Hvað finnst ykkur um McDonalds?
Ég er eiginlega svona á báðum áttum….þessi staður er kannski ekkert verri en aðrir skyndibita staðir, en staðreyndirnar eru samt:
*Þetta er stærsta og útbreiddasta skyndibitakeðja í heimi
*Þeir eru að fella niður ósköpin öll af regnskógum á hverjum degi fyrir þessar blessuðu kýr sínar sem við borðum síðan.
*Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir hreinlæti…nammi namm.
*Þeir borga röppurum fyrir að segja “Big Mac” í rímunum sínum….séns?

Svo er náttúrulega fólk sem er að kæra McDonalds fyrir að eyðileggja líf sitt og valda því að það varð of feitt o.s.frv. Ég er mjög á móti þeim ásökunum því hvernig getur fólkið kennt McDonalds um að það ákvað sjálft að borða þarna á hverjum degi? Þetta er soldið eins og með sígarettufyrirtækin; það vita allir að þetta er óhollt og getur valdið ýmissum heilsuvandmálum, en fólk gerir þetta samt. Og þetta er alltaf þeirra val, er það ekki? Það er ekki eins og það sé ekki annar matur á boðstólnum.
Svo er þetta líka spurning um einkavæðingu. T.d. með það að McDonalds er svo útbreytt, við erum kannski tiltölulega laus við þetta hérna, en það er nóg að fara til Danmörku(enginn svona staður í Færeyjum) og þá er þetta út um allt. Ef maður er svangur er McDonalds í grendinni, það er bókað mál. Enda er það svolítið fyndið að ég borða aldrei McDonalds, en svo fór ég til DK í páskafríinu og fékk mér auðvitað McDonalds. Fór síðan að hugsa og fattaði að ég hafði ekki fengið mér McDonalds síðan ég var seinast í DK(seinasta sumar).
Ég vona eiginlega fyrir hönd allra landsmanna að McDonalds nái ekki að söðla undir sig skyndibitamarkaðnum hér eins og hann hefur gert á svo mörgum öðrum stöðum. Því ef maður ætlar að fá sér hamborgara á annað borð, af hverju ekki að fá sér gæðahamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar? Miklu girnilegra en að troða í sig Big Mac og syngja “I´m loving it” meðan að ósonlagið bráðnar af völdum McDonalds.