Þetta er ekki spurning um að gefa skít í heilsuna sína. Ég virði auk þess fullkomlega pælinguna með óbeinum reykingum, þú vilt e.t.v. lesa neðstu málsgreinina hjá mér.
Ég veit af eigin reynslu að það er erfitt að hætta að reykja, og áreiðanlega miklu erfiðara fyrir mann sem hefur reykt lengur en ég gerði. Þetta með að reykingamaður gefi skít í heilsuna sína er einmitt það sem ég átti við með því að ef það er satt, þá gefur sá sem sækir skyndibitastaði óhóflega líka fullkomlega skít í heilsuna sína, eða í hvert sinn sem þú færð þér ostborgara með frönskum í staðinn fyrir fisk með hrísgrjónum og sojasósu. Það er ekki alltaf allt svo einfalt að um leið og þú velur eitt gefir þú skít í allt annað. Heldurðu kannski að einhver búist sérstaklega við fíkn í framhaldinu þegar hann prófar fyrstu sígarettuna?
Af hverju prufa spyrðu? Það eru svo ótalmargar ástæður sem komið geta upp að á meðan þær geta komið upp, þá munu þær gera það, a.m.k. hér og þar. Þú getur verið að reyna að ganga í augun á hinum eða þessum - jú, sumum finnst víst kúl að reykja - eða einfaldlega fundist það kúl sjálfum. Þú getur verið forvitinn um áhrifin sem öll lætin snúast um. Þetta eru fáar ástæður til að nefna og þó mjög algengar. Ekki hjálpar heldur t.d. það að vera undir áhrifum áfengis þegar fyrsta sígarettan býðst, enda stundum erfitt að hafna hlutum sem ekki virðast heimskulegri en ein sígaretta þegar viljastyrkurinn er í því ástandi sem oft fylgir ölvun. Það er fyrir löngu úrelt spurning að spyrja hvers vegna að prufa, spurningin sem þarf að svara er: “Hvernig má koma í veg fyrir það?”
Ég hefði ekkert á móti því að hafa ekki byrjað að reykja, svo ég tel mig - án þess að sýna hræsni - geta stutt reykingabann að hálfu eða öllu leyti, a.m.k. þeim til varnaðar sem ekki hafa enn byrjað að reykja en gætu gert það, þetta er djöfulsins vesen til lengdar.