Öll umfjöllun um vímuefni og eiturlyf virðist vera háð inní helli. Í blindri ástríðu berst fólk fyrir því allra besta, en veit sjaldnast hvað það er sem er allra best. Í lýðveldi, skiptir það öllu að einstaklingurinn geti gengið sínar götur og lifað frjálsu lífi, svo framarlega sem hann eða hún hindri ekki frelsi annarra til að gera slíkt hið sama. Frelsi einstaklingsins til að velja sína eigin leið, sina eigin hefð, skiptir öllu. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar við tölum um stefnu stjórnvalda gegn ‘bönnuðum efnum’.
Staðreyndin er sú, að þetta svokallað stríð á hendur eiturlyfjum hafi farið heldur á mis og að vímuefnaneysla á Íslandi fari stöðugt vaxandi. Þessi þróun gengur þó þvert á stefnu stjórnvalda, jafnvel þótt ríkið eyði enn meira af skattpeningunum í vímuefna forvarnir og löggæslu.
Þær stefnur og þær aðgerðir sem stjórnvöld beita eru augljóslega ekki að skila þeim árangri sem þeim er ætlað. En, samt eru stjórnvöld ekki tilbúin að breyta til - meiri ‘dóp-hausa’ hegðunin að gera alltaf það sama, að geta ekki lært af mistökum sínum. Eða eru svona margir aðilar og stofnanir að græða á því að fylgja eftir þessu banni??
Í stað þess að horfa upp á þessa vitleysu, vil ég leggja mitt að mörkum í sköpuninni á nýrri stefnu og nýjum skilningi þjóðarinnar. Markmiðið er að minnka aðgang að og notkun á ‘bönnuðum efnum’, sem og þann ‘svarta markað’ sem myndast í kringum þessi efni. Þessum svarta markaði er stjórnað með vopnum og afli, það er ljóst að tilvera markaðsins veldur flestum þeim glæpum sem framdir eru á Íslandi.
Samkvæmt 2005 World Drug Report, unnin af SÞ - World Health Organization og (UNODC): um “200 milljón manns, eða 5% af öllu fólki á aldrinum 15-64, hafa notað vímuefni síðastliðnu 12 mánuði. Þessar niðurstöður sína fram á aukningu um 15000000 frá því í fyrra. Jafnvel þótt þetta virðist vera há tala, er hún bara depill við hlið fjölda þeirra sem njóta síkrettna og alkahóls (tóbak: um 30%; alkahól: um 50% af öllu fullorðnu fólki). Fjöldi þeirra sem njóta kannabis um heim allann er um 160 milljónir, eða 4%”
Við sjáum nú að um 80% af vímuefna markaðinum eru kannabis notendur. Við verðum því að hugsa um þann möguleika að geta einangrað þessi 80% og endanlega losað okkur við þau. Ef löggæsla og önnur kostnaðarsöm lagaumgjörð þarf ekki að hugsa um þessi 80%, einfaldlega fimmfaldast átak þeirra gegn öðrum ‘bönnuðum efnum’ og svarta markaðinum yfir höfuð.
Það verður að endurhugsa þau lög og fræðsluefni sem skilgreina vímuefni, sem og tengsl þeirra við ‘bönnuð efni’.
Byrjum því á því að spyrja:
Hver er tilgangur stjórnvalda með því að banna ákveðin efni?
Tilgangur ráðamanna er mikilvægur þáttur í ‘samfélagssamningi’ einstaklinganna við samfélagið: að VERNDA þegna lýðveldisins - gefið það, að efnin eru líkamlega skaðleg og ættu ekki að vera notuð.
A) Vernda einstakling = Banna skaðleg efni með lögum og fræða einstaklinginn um verkan þessarra bönnuðu efna.
B) Ef markmið stjórnvalda er að vernda, verður að vera einhver tengsl á milli þeirrar hættu sem stafar af þessum efnum og lagatilgreininganna sem banna þau. Ef ekki er samræmi þarna á milli, eru lögin hlutdræg og skapa afbrotamenn úr þeim sem annars vinna engann skaða.
Ennfremur, ef þetta reynist vera stefna stjórnvalda í dag, er ríkið að brjóta á nokkrum Yfirlýstum Mannréttindum, eða ‘Universal Declaration of Human Rights’.
3. Grein: Veitir öllum rétt til lífs, frjálsræðis, og skjóls - bæði líkamlegt og lagalegt. Með því að útiloka ákveðna möguleika fyrir þegnana án réttmætanlegra tengsla við vísindin og verkan efnanna, er ríkið að afnema frjálsræði einstaklingsins.
7. Grein: Allir eru jafnir fyrir lögum og það skal ekki gera greinamun milli manna eða þeirra laga sem vernda alla. Þeim lögum sem hér er lýst skal ekki vera misskipt á milli fólks, allir eiga jafnan rétt á verndun þessarra laga.
Samkvæmt 7. grein, geta stjórnvöld ekki gert greinamun í lögum eftir hentisemi eða persónulegs álits ráðamanna. Stjórnvöld verða að vera samstíga vísindum, tækninni, og þörfum þegnanna. Rétturinn til frjálsræðis er augljóslega brotinn ef ekki er hægt að finna samhengi á milli þeirra efna sem eru bönnuð með lögum og þeim skaða sem þessi efni geta ollið.
– Við verðum að hafa það hugfast að ef við dæmum einstaklinginn -sem vinnur engann skaða- fyrir glæp, búum við til glæpona. Með öðrum orðum, með því að banna ákveðin efni sem fólk sækir samt sem áður í, myndast ‘svartur markaður’. Burt séð frá öllum lögum, er þessum markaði stýrt með vopnum og fantabrögðum. Til dæmis, eru flest banka - verslunarrán framin í þeim tilgangi að greiða fyrir þessi ‘bönnuðu efni’. Notandinn er þvingður til þess að fremja vopnað rán eða greiða skuldir sína með lífi og limum.
Ástæðan fyrir því að þessi markaður myndast er staðall efnanna sem eru í umferð. Ástæður stjórnvalda þegar þau afnema frjálsræði einstaklinga -sem verður til þess að þessi markaður myndast- ættu því að vera byggðar á sterkum rökum. Því miður er þetta allt annað en staða stjórnvalda í dag. Stjórnvöld beina notendum að tóbaki og alkóhóli, en útilokar aðra mun skað-minni möguleika fólks. Það eru augljóslega ekki rök sem styðja, eða skýra, stefnu ríkisins, heldur pólitík og persónuleg hlutdrægni ráðamanna.
Það er því verðugt að nefna það að í frjálsu landi eiga vitsmunir að ráða yfir vilja og þrám. Í frjálsu landi ætlast ríkið til þess að við, íslendingar, hjálpumst að við að þróa kunnáttu okkar og skilning á umheiminum. Lýðveldið, bæði skilgreiningin sem og sú þjóð við köllum okkar eigin, krefst þess að við hýsum og verndum alla íslendinga, krefst þess að við getum séð fyrir öllum landsmönnum, krefst þess að hver og einn íslendingur geti lifað frjáls til að gera það sem hann/hún vill - svo framalega sem sá einstaklingur hindri ekki frelsi allra aðra til slíkts hins sama.
Tölurnar segja meira en nokkur orð:
–Fjöldi dauðsfalla vegna tópaksreykinga:
- Árið 2000, létust um 416 íslendingar, bara íslendingar, vegna tópaksreykinga.*
–Fjöldi dauðsfalla vegna áfengisdrykkju:
- “Árið 2002 létust um 600 þúsund Evrópubúar vegna áfengisneyslu en þar af voru rúmlega 63 þúsund á aldrinum 15-29 ára. Búist er við að á árinu 2005 muni um 1,8 milljónir manna um allan heim látast vegna áfengistengdra vandamála.”**
–Fjöldi dauðsfalla vegna maríjúanareykinga:
Samkvæmt Dr. Lester Grinspoon, HARVARD Medical School, “maríjúana er ekki bara Ekki hættulegt vímuefni, heldur reyndist það merkilega ‘Non-toxic’” Hann fullyrðir að í 5000 ára langri sögu hafi ekki einn einasti maður, ekki einn, látist af völdum maríjúanareykinga.
Þetta eru nokkuð sterk rök þegar þau koma frá þeim manni sem veit meira um þessa sögu en nokkur annar. Dr. Lester las sér til um allt tilheyrandi efni, allt sem til var í heiminum. Hann gerði þetta 1967-9, í tvö heil ár. Svo til þess að dekkja þetta gráa fyrir vantrúa, ekki einn einasti vísindamaður hefur getað gagnrýnt þessar niðurstöður síðan þær voru birtar.
En, aftur hingað heim. Björn Halldórsson, fyrrum yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, lýsti því yfir í viðtali við tímaritið ALLT að ef hann þyrfti að velja á milli alkóhóls og maríjúana, yrði maríjúana fyrir valinu sem heppilegri vímugjafi. Hann fullyrðir það að ,,vandræðin af áfenginu eru mun meiri en af maríúana."
Ég tel það að þessi ‘voodoo pharmacology’ (misskilinn sannleikur – skilningur almennings byggður á sögusögnum og litlum skilningi á sannleikanum) sem fyrirfinnst í samfélaginu leiði til miskilnings og ýti undir vilja fólks til þess að ’prófa'. Það skiptir því meiginmáli að sú fræðsla sem ríkið býður uppá sé frjáls við persónlega hlutdrægni og reyni ekki að hylja sannleikann.
Til samanburðar, núverandi vímuefnafræðsla gæti verið líkt við það að kenna sögu biblíunnar fram yfir þróunarkenningu Darwins. Það skiptir ekki máli hvaða alit Pétur út í bæ hefur á málinu, ríkið borgar fyrir almenningskennslu með skattpeningnum. Það eitt gefið, þýðir að kennslan verður að vera óhlutdræg.
Samt sem áður tel ég að besta leiðin til að hafa nokkurn hemil á notkun ‘bannaðra efna’ sé falin í þeirri fræðslu sem almenningskennsla býður uppá. Í dag, því miður, er þessi fræðsla vægast sagt slök. Er það þá ekki á rökum reyst að með því að mis-fræða ungmennin, er ríkið að ýta undir persónulegar tilraunir með efnin?
Almenningskennsla verður að fræða nemendur um verkan þeirra sem og rök fyrir því hversvegna þau eru bönnuð með lögum. Til þess að auðvelda skilning og auka trúverðuleika, verður að vera samhengi milli laga og vísinda.
Lög og reglur verða að falla í samhengi. Ef stjórnvöld koma til með að endurskoða rök sín og lögmæta kannabis, myndast skiljanlegur greinamunur á milli þeirra vímuefna sem eru ‘bönnuð’ og þeirra sem eru leyfð.
Ásamt því að auka lýðræði á Íslandi, opnast markaður fyrir þá 160 milljón manns sem neyta vímugjafans og um 80% minnkun yrði á allri umferð innan svarta markaðsins - neytendur væru væntanlega bara að rækta plöntu heima hjá sér. Afhverju er það svo slæmt?
Samfélagsbylting á Íslandi! http://gestsson.tripod.com/almidill