Margir eiga þá hættu að misstíga sig og togna við minnstu hreyfingu. Það er ekki mjög skemmtilegt en það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar einhver tognar.
Ef einhver tognar sem er rétt hjá þér er það fyrsta sem þú átt að gera er að taka viðkomandi varlega úr skónum, setja fótinn upp og taka utan um fótinn, þrýsta þar sem bólgan virðist vera að myndast, eða halda bara um ökklann. Því fyrr sem það er gert, því betra því að fyrstu mínúturnar skipta lang mestu máli til þess að koma í veg fyrir að tognunin verði alvarleg og djúpt mar myndist. Ef ís er til staðar á að ná í hann (ís er betri en kælikrem, kælir betur) og teygjubindi og leggja ísinn á bólguna og vefja teygjubindinu um til þess að halda ísnum. Best er að kæla í minnst korter áður en farið er með fórnarlambið á slysó eða eitthvað álíka ef það er óskandi. Það er lang best að kæla svo fótinn á tveggja tíma fresti, korter í senn það sem eftir er dagsins og það hjálpar auðvitað að taka bólgueyðandi lyf, Voltaren eða Ibúfen.
Í flestum tilfellum er óþarfi að fara á Slysamóttökuna í Fossvoginum. Flokkast undir tímaeyðslu þar sem þú eyðir klukkutíma í að bíða og svo hálftíma í því að það séu teknar myndir af þér og svo korteri í það að fá að vita að þú sért ekki brotinn og svo ertu rukkaður um 2000 kr. og ekkert meira gert en það. Fólkið sem er að vinna þarna er að vinna langar vaktir, 16 tíma vaktir og er oft ekkert í andlegu ástandi til þess að nenna að taka á móti sjúklingum. Ef eitthvað bendir til þess að fórnarlambið sé brotið er auðvitað ástæða til þess að leita læknis en ef sá hinn sami getur beygt sig, hreyft tærnar og finnur ekkert fyrir er það ekki þess virði.
Ef um síendurtekna tognun í sama fæti, sama stað er að ræða þá mæli ég með því að leita til sérfræðing, ortopedar (ber enga ábyrgð á stafsetningunni) eða stoðtækjafræðings. Þeir kíkja á fótinn og benda á innlegg eða teygjusokka sem eiga að hjálpa liðböndunum að styttast. Það marg borgar sig og það kostar ekki neitt að fara til hans, minna en að fara á slysó og hann veit allt um þetta. Það er jafn gáfulegt að fara með tognaðann ökkla upp á slysó og að fara þangað og kvarta yfir tannpínu. Læknarnir eru læknar, krukka í líffærunum, ortopedar þekkja liðböndin og beinin í fótunum á latínu rétt eins og tannlæknir veit hvað jaxlarnir heita.
Vonandi hefur þetta hjálpað einhverjum… eða mun hjálpa.