Umfjöllun um heilsutengd málefni er alltaf að aukast. Við erum alltaf að verða meðvitaðri hversu heilsan er okkur mikilvæg. Til að efla heisluna getum við gert ýmislegt allt eftir áhuga hvers og eins.

Þættir sem hafa áhrif á heilsuna eru til að mynda; hreyfing, hvort við erum í kjörþyngd, mataræði (sérstaklega ávextir og grænmeti), andlegt jafnvægi/stress, hvíld og hvort við erum að taka inn vítamín og bætiefni.

Það er frábært þegar við tökum okkur á og ákveðum að bæta heilsuna með tilliti til ofangreindra þátta. Oft þegar gefumst við því miður upp eftir smá tíma því við finnum lítinn sem engan mun á okkur. Til að mynda þegar við byrjum aftur að hreyfa okkur (3-5 sinnum í viku) viljum við sjá árangur á vigtinni.

Sumir byrja að taka vítamín á haustin og/eða þegar þeir veikjast. Vítamínin eru tekin reglulega inn þar til skammturinn er búinn. Síðan gleymist að fara út í búð og kaupa annan skammt, líklega ástæða fyrir því er að við finnum engan mun á okkur.

Hvað ef við gætum mælt breytinguna á lífstíl. Ef við gætum komið í mælingu í byrjun lífstílsátaks og síðan reglulega 2-4 sinnum á ári og fengið mælingu á því hvort það sem við erum að getra er að skila sér í betri heilsu.

Boðið er upp á heilsufarsmælingar í Reykjavík á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Þegar fólk kemur í svona mælingu fær fólk fræðslu um þætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar, síðan er fólk mælt og í lokin fær það almenna ráðgjöf á því hvað það geti gert til að bæta varnarkerfi líkamans.

Sjálf fór ég í svona mælingu í maí 2004 og aftur í haust. Ég kom ekkert sérstaklega vel út úr mælingunni. Ég fékk ráðgjöf um hvað ég gæti gert til að efla heilsuna. Ég fór eftir mörgum þáttum og í dag verð ég minna veik áður. Ég tók nefnilega ákvörðun um að bæta heilsuna og er ég mjög þakklát þeim aðila sem bauð mér í þessa heilsufarsmælingu.

Ef þið hafið áhuga á svona heilsufarsmælingu þá hvet ég ykkur til að hafa samband við mig og ég get skráð ykkur í svona mælingu. Mælingin kostar 500 kr og tekur um 30 mínútur.