Ég vil taka eftirfaradi fram: Það er erfitt að gefa svona ráð í gegnum tölvu. Það er eitt að gefa ráð en það er annað að fylgjast með og sjá hvort allar æfingar eru gerðar rétt. Því miður verður þetta að duga í bili.
Til að ná árangri í líkamsrækt verður að maður kunna sitthvað fyrir sér. Alveg ótrúlega mikið af fólki hefur ekki hundsvit hvað það er að gera í þessum líkamsræktarstövum enda missir það áhugann fljótt eða meiðist og hættir. Sumir eru sjálfþjálfaðir og hafa náð góðum árangri en ekki nærri því jafn góðum ef þeir hefðu kynnt sér eitthvað hvað þeir ættu að gera.
Það sem þú ættir að gera er einfalt: Þú átt að byrja rólega til að venja vöðvana þessu nýja átaki. Ekki byrja strax að maxa í bekknum. Þú byrjar að sjálfsögðu á upphitun (ekki meira en 10 mín) og tekur síðan nokkrar æfingar, á mismunandi vöðvasvæði. Á móti brjósti tekurðu bak, á móti tricep tekurðu bicep og á móti fótum (þá aðallega hnébeygjum eða fótapressu) tekurðu axlir. Taktu tvær og tvær æfingar saman, það kallast súpersett. Dæmi: Einhver tegund af bekkpressu á móti niðurtogi (niðurtog er alltaf að framan á bringu, munið það!), fótapressa á móti axlapressu. Þú ættir að taka kannski 2x15 af þessum æfingum til að byrja með. Ekki taka meira en 8 æfingar á hverri æfingu. Þannig er best að byrja allavega.
Eftir tvær vikur eða svo, þegar þú heldur að þú sért tilbúinn fyrir almennileg átök, skaltu auka settin en fækka endurtekningarnar. Dæmi: Þú varst að taka 2x15 en eykur í 4x12. Þyngdina verður þú sjálf/ur að finna, þú ræður hvort þú byrjar létt og þyngir eftir hvert sett eða hvort þú haldir þig við sömu þyngdina öll settin. Þú skalt einnig breyta æfingaaðferðinni. Í staðinn fyrir súpersett (tvær og tvær æfingar saman) skaltu taka eina æfingu og klára hana. Síðan ferðu í næstu æfingu og klárar hana. Taktu mínútuhvíld á milli setta.
Taktu öll vöðvasvæði. Ekki bara taka efri hluta líkamans, það er ljótt og hallærislegt að sjá stráka massaða að ofan en eru algjörir kjúklingar að neðan. Það verður að vera samræmi milli vöðvahluta. Þú átt að reyna hafa allt jafnsterkt. Margir strákar lyfta bara á hendur og brjóst en gleyma bakinu. Þá verða þeir hoknir og alveg ferlega bjánalegir. Það sem þeir fatta heldur ekki að þeir þola mjög lítil átök ef þeir lenda í þeim aðstæðum að þurfa að taka á því, þá oft gefur bakið eftir þó brjóstið sé sterkt.
Útbúðu sjálf/ur prógramm þar sem þú raðar niður æfingum á þrjá daga og ekki hafa sömu æfingar. Ég skal setja upp fyrir ykkur þrjá lyftingardaga í einum grænum.
DAGUR 1 - 4x12 - 1. Bekkpressa með stöng, 2. niðurtog, 3. leg curl (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/legcurl2.jpg - btw, flottur rass á þessari), 4. leg extension (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/legext2.jpg), 5. axlapressa með lóðum 90° (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/seateddbpress2.jpg), 6. fótapressa.
DAGUR 2 - 4x12 - 1. Hallandi bekkpressa með handlóð (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/indbpress2.jpg), 2. Róður í vél (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/seatedrow2.jpg), 3. Tricep með kaðli (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/triceppushdown1.jpg), 4. Bicep með stöng, 5. Hnébeygja (tvær aðferðir, 1. þú setur bolta á mjóbak og beygir þig niður og heldur á lóðum, 2. Stöng á öxlunum), 6. Lateral raise (axlaæfing http://www.bodybuilding.com/fun/2002/sidelateralraise2.jpg).
DAGUR 3 - 4x12 - 1. Flug (brjóstaæfing http://www.bodybuilding.com/fun/2002/dbflyes1.jpg), 2. Róður með annarri (bakæfing http://www.bodybuilding.com/fun/2002/onearmdumbbellrow2.jpg), 3. Tricep með lóð (sjá þessar tvær http://www.bodybuilding.com/fun/2002/lying2armdbtri1.jpg Og http://www.bodybuilding.com/fun/2002/lying2armdbtri2.jpg), 4. Bicep með lóð, 5. Framstig (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/dblunge2.jpg), 6. Front raise (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/frontdbraise2.jpg).
Þarna er komið prógram sem er mjög auðvelt að fylgja eftir og fínn undirbúningur fyrir næsta prógramm sem yrði töluvert erfiðara og öðruvísi.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.