Nei sjúklingar eru ekki alltaf skrifaðir á svefnlyf, sá læknir sem leggur hann inn á að meta hvort þörf sé að skrifa viðkomandi á svefnlyf. Sumir eru skrifaðir á svefnlyf við innlögn, aðrir ekki. Reyndar gleymist mjög oft að taka tillit til þessa þáttar, læknarnir eru yfirleytt meira að spá í yfirvofandi vandamálum (afhverju sjúklingurinn leggst inn) og þessvegna verður þetta yfirleytt mat hjúkrunarfræðingsins þar sem það erum við sem tölum við læknana og biðjum þá að skrifa upp á svefnlyf ef talið er þörf á því. Svo eru sumir sjúklingar sem nota svefnlyf heima og þá eru þeir nú yfirleytt skrifaðir á svefnlyf við innlögn.
Yngra fólk er t.d. mun sjaldnar skrifað á svefnlyf en eldra fólk, eldra fólk á oft mikið erfiðara með að sofna á nýjum stöðum og því er frekar að læknarnir skrifi það á svefnlyf strax við innlögn. Á minni deild er líka mikið að fólk leggist inn í skamman tíma til að fá ákveðna lyfjameðferð og þau lyf eru þess eðlis að fólk getur átt í erfiðleikum með að sofna og þá er standard að fólk er skrifað á svefnlyf strax við innlögn.
En jú að gefa svefnlyf er síðan í höndum hjúkrunarfræðinganna, svefnlyf eru langoftast skrifuð sem lyf sem eru gefin eftir þörfum (sumir eru reyndar á þessu fast, það er fólkið sem er háð þessu til að geta sofnað og notar það heima) og við metum síðan þörfina.