Þegar að ég var 6 ára gamall man ég eftir að hafa smakkað mína fyrstu skál af Cocoa Puffs. Voru þetta súkkulaðikúlur sem voru afar girnilegar að sjá. Var þetta keypt aftur og aftur og aftur þegar að ég og bróður minn urðum uppiskroppa með Cocoa Puffsið okkar. Man ég líka að auglýsingarnar bentu á að þetta væri orkuríkur, hollur og stútfullur af vítamínum. Síðan eftir nokkra ára skeið fór maður í íþróttirnar, og því var tilvalið að fá sér holla skál af Cocoa Puffs. Eftir að hafa klárað skálina, þá var farið á æfingu, en þegar að maður kom í íþróttahúsið þá fór maginn að kalla á hjálp. Fékk maður meðal annars oft skitu eftir að hafa komið af æfingu og lá maður í rúminu í nokkra daga. Er ég ekki að segja að þetta hafi verið svona í hvert skipti sem ég fékk mér þennan morgunverð en samt kom þetta fyrir þónokkru sinnum.
Síðan um daginn fékk maður að heyra það að þetta Cocoa Puffs er bölvuð óhollusta. Eru um 6 skeiðar af sykri í einni skál af þessum morgunverð. Þannig að það mætti segja að ég hafði verið að skemma fyrir sjálfum mér með því að fá mér þennan morgunmat fyrir æfingar, jafnt um morgnana eða um kvöldin (þegar ekkert annað var til). Annars væri gaman að fá ykkar skoðun á þessu máli. Látið nú í ykkur heyra. Allavega þá er ég búinn að leggja Cocoa Puffsið mitt uppá hilluna.