Candida er ger sem lifir í meltingarkerfinu. Það hefur þann hæfileika til að breytast í sveppi. Sem sveppur starfar það á sama hátt og aðrir sveppir, eins og sveppir á fótum o.fl. Candida er haldið niðri af ,,góðum bakteríum“ sem einnig lifa í meltingarkerfinu. Góða bakterían lifir á Candida, og þannig heldur líkaminn jafnvægi, hún kemur í veg fyrir það að Gerið (Candida) offjölgi sér sem er slæmt fyrir líkaman.
Nútímaleg lyf eins og sýklalyf, pillan og fleira eyða ,,góðu bakteríunni” og einnig gerir dóp, áfengi, ruslfæði o.fl það sama.
Þegar góðu bakteríunni hefur verið eytt, byrjar gerið að offjölga sér, og það endar með því að það tekur yfir meltingarkerfið. Þegar þetta er skilið ómeðhöndlað, byrjar gerið að breyta sér í sveppi og sveppirnir vaxa á svipaðan hátt og aðrar plöntur, með rótum o.fl. Þessar rótir geta brotist í gegnum garnirnar og þá getur það flakkað um líkamann, til dæmis í hálsinn, lungun, húðina o.fl.
Það eru yfir 100 einkenni sem Candida getur valdið. Þetta veldur því að fólk á mjög erfitt með það að vita hvað er að gerast fyrir sig ( þ.e.a.s þegar það er veikburða útaf engum ástæðum) Yfir milljón manns fá lyf, krem, sýklalyf, óþarfa heimsóknir til læknis, þunglyndislyf o.fl. útaf sveppunum sem fólk veit ekki af.
Einkennin af Candida eru svo ruglingsleg að þeir sérfræðingar sem vilja vita um einkennin eiga erfitt með að skilja þau.
Hér er listi af mögulegum einkennum af því sem Candida getur valdið:
1. Óþol af óþef, lykt & reyk af sígarettum
2. Sveppasýking á húð, fótum eða nöglum.
3. Löngun í sykur, brauð eða áfengi.
4. Niðurgang.
5. Mikil þreyta.
6. Reka mikið við.
7. Kláði í endaþarmi, eða útbrot.
8. Magakrampi.
9. Kláði í leggöngum, brennandi tilfinning eða langvarandi sýking.
10. Graftabólur.
11. Ofsakláði.
12. Útbrot.
13. Kláði á húð.
14. Exem eða ofnæmisútbrot.
15. Soríasis.
16. Minni áhugi á kynlífi.
17. Getuleysi.
18. Minnisleysi.
19. Utan við sig.
20. Tilfinningaleysi, brunatilfinning eða sviði.
21. Vöðvabólga eða verkir í vöðvum.
22. Einkenni svipuð flensunni.
23. Vöðvakrampi.
24. Miklar skapsveiflur.
25. Þunglyndi.
26. Sjálfsmorðs hugleyðingar.
27. Höfuðverkir.
28. Sviði og þrýstingur í hausnum.
29. Brjóstsviði.
30. Meltingartruflun.
31. Ropa mikið.
32. Gyllinæð.
33. Þurran munn.
34. Sár eða blaðra í munninum.
35. Andfýla.
36. Stíflað nef.
37. Mikið hor.
38. Kláði í nefi.
39. Sár eða þurr munnur.
40. Sár eða þurr háls.
41. Verkur eða þrengsli í bringu.
42. Erfiður andadráttur.
43. Asma einkenni.
44. Brunatilfinning eða kláði í augum.
45. Brunatilfinning við þvaglát.
46. Verkur í eyrum.
47. Leki úr eyrum.
48. Sársaukafullt er þú stundar kynmök.
49. Ofnæmisviðbrögð við mat.
50. Almennt ofnæmi.
51. Missa mikið hár.
Eins og þú sérð, eru einkennin svo mörg að engin hefur sömu einkennin. Venjulegur maður sem hefur Candida verður fyrir 20 eða fleiri af þessum einkennum (Meðan sumir hafa minni og aðrir fleiri). Sumir hafa gefist upp að finna út hvað var að þeim, því flest af þessum einkennum eru ekki eins.
Einn sjúklingur eyddi 7 daga á sjúkrahúsi, það var sífellt verið að rannsaka hana, og á endanum var sagt að þetta væri bara allt í hausnum á henni, svo var hún rukkuð til að borga yfir 300þúsund krónur. Þegar átti að hleypa henni út var gert rannsókn hvort um Candida væri að ræða, sem var einmitt það sem hún þjáðist af. Einnig versnaði Candida sýkingin útaf öllu stressinu á sjúkrahúsinu, og einnig útaf matnum þar.
Einkenni af Candida, hvernig sem þau eru, versna í heitu, röku eða kæfandi umhverfi. Eins og hver önnur mygla þá hjálpar hitinn Candida til að fjölga sér.
Einkennin geta líka verið mjög fjölbreytt eftir matarræði hjá hverjum og einum. Candida (ger lífveran) nærist á SYKRI, áfengi, gerefna mat, sætum mat(jafnvel ávextum).
Þetta veldur því að þau vaxa og senda frá sér eitur sem brjótast útí líkamann og valda einkennunum sem talin voru upp hér fyrir ofan.
Stress er aðal lykillinn til að finna fyrir einkennunum. Það hefur lengi verið vitað að stress veldur því að ónæmiskerfið fari í sundur, og ónæmiskerfið reynir að halda gerinu niðri í réttu magni. Candida og einkennin aukast verulega með mikilli þreytu eða stressi.
Hægt er að fara í blóðprufu til að athuga magnið af mótefninu gegn geri, en það er ekki alltaf hægt að treysta því, vegna þess að niðurstöður koma oft jákvæðar þótt þú hafir ekki Candida.
Ég mæli nú bara með því að hætta borða ruslfæði, áfengi og nammi og koma sem mest í veg fyrir það að eitra líkama þinn.
Það er mjög algegnt að fá Candida og undir þér komið hversu auðvelt er að losa við það.
Ég vona að þessi grein komi einhverjum að gagni. Takk fyrir mig.
Heimildir: http://www.google.com > Candida
Kv, wolfy.