1. Hreyfðu þig reglulega
Reyndu á líkamann minnst 3 x í viku 20 mínútur í senn. Notaðu hugmyndaflugið og reyndu eitthvað nýtt. Við stingum upp á sundi, afríkönskum dönsum, tennis, skokki, yoga, kínverskri leikfimi, borðtennis, badminton eða einfaldlega röskum göngutúrum.
2. Endurskoðaðu mataræðið
Dragðu úr kaffineyslu. Nú er í boði fjölbreytt úrval af jurtatei sem getur komið í staðinn fyrir kaffi, einnig ljómandi gott kaffilíki eins og Bambu. Prófaðu þig áfram. Auktu neyslu á grænmeti, ávöxtum og fiski. Hvernig væri að prófa baunir? Til eru uppskriftabæklingar sem gefa þér góðar hugmyndir. Minnkaðu neyslu á kjöti, harðri fitu og sykri. Það hefur hjálpað mörgum sem vilja minnka sykurneyslu, að taka cromium picolinate. Það jafnar blóðsykur og heldur sykurátsskrímslinu í skefjum.
3. Dekraðu við húðina
Burstaðu húðina á hverjum degi. Með því örvar þú blóðrásina, sogæðakerfið og vinnur gegn appelsínuhúð. Farðu í bað með jurtabaðolíu eða ilmolíum og berðu svo á þig gott húðkrem. Heilsuhúsið er með mikið úrval af vönduðum jurtasnyrtivörum. Þetta ættu karlmenn líka að athuga, því hvaða kona fúlsar við stinnum og silkimjúkum karlmanni.
4. Drekktu vatn
Það hjálpar líkamanum að hreinsa sig og er mjög gott fyrir húðina. Hafðu flösku af vatni hjá þér í vinnunni.
5. Taktu vítamín
Rannsóknir sýna, að jafnvel þegar heilbrigt fólk sem sýnir engin einkenni vítamínskorts tekur fjölvítamín, minnka tilfelli smitsjúkdóma hjá því stórlega. Ef þú reykir þarftu meira C-vítamín. Einnig væri gott fyrir þig að taka önnur andoxunarefni, svo sem beta-karótín, E-vítamín og selen.
6. Brostu
Notaðu hvert tækifæri til að brosa og hlæja því þá framleiðir líkaminn endorfín. Endorfín styrkir ónæmiskerfið, ver þig gegn sýkingum og er sársauka-deyfandi. Hugsaðu jákvætt því það hefur áhrif á líkamlega líðan þína. Sumir segja kímnigáfuna vera 6. skilningarvitið.
7. Slakaðu á og sofðu vel
Að kunna að slaka á er lífsnauðsynlegt til að geta notið lífsins. Hraði og streita nútímalífs er líkama okkar óholl og veikir ónæmiskerfið. Finndu út við hvernig aðstæður þú slakar best á. Farðu t.d. í heitt bað með baðolíu, við kertaljós og ljúfa tónlist. Hitaðu þér góðan tebolla og lestu bókina sem þú varst búin að hlakka svo mikið til að lesa. Reyndu að fara fyrr að sofa, líkaminn þarf hvíld. Ef við fáum ekki nægan svefn, kemur það niður á heilsunni fyrr eða síðar.
8. Víkkaðu hugann
Farðu á námskeið eða lestu bók um eitthvað sem þú þekkir lítið sem ekkert. Í dag er boðið upp á ótal námskeið í nánast hverju sem er. Heilsuhúsið er t.d. með heilmikið úrval af bókum um heilbrigða lífshætti.
9. Nýttu birtuna til útiveru
Þar sem dagsbirtu nýtur svo stutt hér á norðurhveli á þessum árstíma, þurfum við að vera meðvituð um að nýta okkur hana til útiveru. Dagsbirta er nauðsynleg líkamanum til framleiðslu á D-vítamíni og vinnur gegn skammdegisþunglyndi. Þar sem þorri þjóðarinnar vinnur úti á meðan bjart er, þarf að nýta helgarnar þeim mun betur.
10. Sýndu væntumþykju
Faðmaðu þína nánustu, því það er hollt fyrir líkama og sál. Fáðu þér góða nuddolíu og bjóddu maka þínum nudd. Það eflir kærleika og samkennd og gefur báðum aðilum andlega og líkamlega næringu.
Just ask yourself: WWCD!