Tja, mér finnst gott að það skuli vera vakning í þjóðfélaginu um þessi mál, en eins og allir vita þá er búið að vera fæðubótaæði á landanum undanfarið og mjög margir hafa e.t.v. óafvitandi keypt þessi fæðubótaefni sem innihalda ephedrín.
Það má nú alltaf deila um það hvort þetta efni valdi einhverjum skaða, en mér finnst að það eigi að leyfa þetta efni en samhliða því eigi að auka umfjöllun og vitneskju fólks um innihald fæðubótaefna.
Ég meina sígarettur eru leyfðar!!
Þetta er bara týpískt dæmi um íslenska þjóðarsál og íslenska fjölmiðla sem fara offari, það þarf alltaf að vera einhver umfjöllun um eitthvað eitt ákveðið og þá er það algjörlega grillað!
Ég er viss um að sala á fæðubótaefnum hafi stórminnkað í kjölfar þessara umfjöllunar um ephedrín, enda hefur þetta efni ekki verið tekið neitt sérstaklega fyrir heldur allur fæðubótabusinessinn.
Fæðubótaefni gera manni ekkert annað nema gott, það er greinilegt að það er ekki sála sem vinnur við fjölmiðlun sem hefur tekið inn fæðubótaefni.