Ég er doltið þreyttur á sama áróðri á móti sígarettum sem er þó ég sé alveg sammála að það þurfi að vara krakka við þeim.
En ég ætla að koma með þrjár dæmisögur. Maður reykir og finnst það gott. Búinn að reykja í ára raðir. Hann var með vott af hálsbólgu í heimahúsi félaga síns sem reykti ekki. Heimilisreglurnar hljómuðu þannig að ekki væri leyft að reykja í húsinu. Tímapunkturinn sem þessi maður hætti að reykja var þegar hann stóð í kulda og rigningu undir þakskyggi, ískaldur og þreyttur, bara af því hann VARÐ að fá sér sígarettuna sína sem var ekki einu sinni gott að reykja vegna þess að hann sveið svo í hálsinn út af hálsbólgunni.
Þessi maður hafði þó viljastyrk en hann hafa ekki allir. Eftir þessa sígarettu lagði hann pakkann á hilluna og bara hætti. Hann reykti tvo til rúmlega tvo pakka á dag.
Annað dæmi: Maður reykti frekar lítið, innan við pakka á dag. Hann reyndi að reykja aldrei í kringum börnin. Hann byrjaði að reyna að hætta fyrir tæpum tveim árum og er enn að reyna að hætta í dag.
ég ætla ekki að koma með áróður með tölum og upptalningu efna. Það virkar ekkert. Ég ætla að segja ungu fólki að þetta er að verða óalgengara og óalgengara í samfélaginu. Bannað á kaffihúsum, bannað hér og bannað þar. Vinnustaðir eiga ekki eftir að ráða reykingafólk í vinnu og það á eftir að líða stuttur tíma áður en þeir finna það út.
P.S. er ekki anti-reykingamaður sem hefur aldrei reykt. bara ákvað að koma með öðruvísi áróðu
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig